Föstur, blómadropar og heilun með Kristbjörgu
Fasta - listin að hreinsa líkamann
Í dag miðvikudaginn 27. nóvember kl. 18:30 – 20:00 og á miðvikudag í næstu viku mun Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir halda námskeið um heilbrigt mataræði, föstu, úthreinsanir og í heilsusamlegum aðferðum til að styrkja líkamann. Námskeiðið er haldið í Gerðubergi.
Þeir sem vilja geta farið í létta föstu á MAT, já Kristbjörg leiðbeinir um föstur þar sem ekki þarf að svelta sig. Þeir sem vilja fara á stutta vökvaföstu fá stuðning við bakið líka.
Blómadropar og heilun
Á fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. nóvember kl. 17:00 – 22:00 verður Kristbjörg með námskeið í heilun með blómadropum, steinum, tónum og litum. Námskeiðið verður haldið í nýja húsnæði Kristbjargar í Elliðavatnsbænum við Elliðavatni. Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir blómadropaþerapista þá sem þegar þekkja blómadropana. Einnig verður farið í Regnbogavinnu og sjálfsnæringu á ýmsan máta.
Innritun: kristbjorg@kristbjorg.is
Myndin er af Kristbjörgu að kynna blómadropana sína. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.Birt:
Tilvitnun:
Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir „Föstur, blómadropar og heilun með Kristbjörgu“, Náttúran.is: 28. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/27/fostur-blomadropar-og-heilun-meo-kristbjorgu/ [Skoðað:28. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 27. nóvember 2007
breytt: 26. janúar 2008