Á aðalfundi Landverndar sem haldinn verður í Nauthól nk. fimmtudag (sjá frétt), verða fimm nýir aðilar kosnir í stjórn og er staða formanns þar með talin. Núverandi stjórn Landverndar hefur skipað þau Heiðrúnu Guðmundsdóttur, Tryggva Felixson og Þóru Ellen Þórhallsdóttur í uppstillingarnefnd vegna aðalfundarins og taka þau við tilnefningum og tilkynningum um framboð stjórnarmanna og formanns. Skilaboð sendist á landvernd@landvernd.is.

Nokkur áhugi virðist vera á uppstokkun í félaginu og eitt framboð til formanns hefur nú þegar litið dagsins ljós en það er Guðmundur Hörður Guðmundsson, umhverfisfræðingur og fyrrverandi upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins. Hægt er að lesa tilkynningu Guðmundar í heild sinni á bloggsíðu hans: http://graenmeti.blogspot.com.

Frambjóðendur geta sent tilkynningu hingað á vefinn á nature@nature.is og við munum koma öllum tilkynningum á framfæri á óháðan og jafnan hátt með því að birta stuttar upplýsingar um viðkomandi og vísa í ítarupplýsingar á vef/bloggi viðkomandi.

Fólk er hvatt til að gefa kost á sér vilji það vinna Landvernd heilla og taka þátt í þeim slagi sem umhverfisbaráttan ætíð er.

Birt:
20. maí 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Áhugi á framboði í stjórn og formannsstól Landverndar “, Náttúran.is: 20. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/20/ahugi-frambodi-i-stjorn-og-formannsstol-landvernda/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 21. maí 2011

Skilaboð: