Í frétt hér á Náttúrunni frá 11. 11. 2006 er fjallað um kæru Landverndar, Björns Pálssonar og Eldhesta til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, varðandi svokallað „bráðabirgða-framkvæmdaleyfi sem sveitarfélagið Ölfus gaf út til að Orkuveita Reykjavíkur gæti unnið að vegagerð og hafið tilraunaboranir á svæðinu. Eins og fram kemur í kærunni er slíkt leyfi þ.e. „bráðabirgða-framkvæmdaleyfi“ orð sem ekki hefur neina merkingu í löggjöfinni og því einungis til þess fallið að fara í kringum lögin.
-
Í framhaldinu hefur Stefán Thors skipulagsfræðingur óskað eftir greinagerð frá ráðamönnum í Ölfusi enda hefur Skipulagsstofnun metið stöðuna þannig að framkvæmdirnar séu ólöglegar. Orkuveita Reykjavíkur hefur brugðist við og hætt framkvæmdum á svæðinu. Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri Ölfuss og Guðmundur Þóroddsson forstjóri OR vilja þó ekki gangast við því að sú staðreynd að framkvæmdum hafi verið hætt jafngildi því að bráðbirgða-framkvæmdaleyfið hafi verið ólögmætt, í þeirra augum.

Merki Landverndar tv., Elhesta í miðið og ljósmynd af Birni Pálssyni leiðsögumanni t.h.

Birt:
21. nóvember 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Bráðabirgðaleyfið lögleysa - Stóra Skarðsmýrarfjall og Hverahlíð“, Náttúran.is: 21. nóvember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/stora_skardsmyrarfjall/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 30. apríl 2007

Skilaboð: