Hefur þú séð Food Inc.? Heldur þú að það séu draumórar að hugsa sér öðruvisi landbúnað og matvælaframleiðslu? FRESH, tekur við þar sem Food Inc. sleppir og sýnir okkur að það er hægt að breyta hlutunum og það er þegar byrjað á því. Myndin leitar fanga í bókinni Omnivore's Dilemma eftir Michael Pollan, en hann hefur bent á margar nýjar leiðir út úr verksmiðjubúskapnum en hann kemur einnig fram í myndinni.

Myndin er í alla staði indæl og fróðleg, og hún setur fram spurningarnar sem krefjast svara.

FRESH verður sýnd í stóra salnum, hjá Manni Lífandi v/Borgartún í dag, mánudaginn 6. júní kl. 20:00.
Aðgangur ókeypis og allir eru velkomnir!

Athugið að hægt er að láta vita af komu sinni á viðburðar- Facebooksíðu um kvikmyndasýninguna.

Birt:
6. júní 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Dominique Plédel Jónsson „FRESH sýnd í Manni lifandi í kvöld“, Náttúran.is: 6. júní 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/30/fresh-synd-i-manni-lifandi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. maí 2011
breytt: 6. júní 2011

Skilaboð: