Þannig virkar Endurvinnslukortið
Til þess að einfalda endurvinnsluna og hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna hefur Náttúran gert Endurvinnslukort en það er kort hér á vefnum sem sýnir þér alltaf hvar næsti grenndargámur eða endurvinnslustöð í þínu næsta nágrenni er að finna og segir þér einnig hverju er tekið á móti þar. Stöðugt er unnið að uppfærslum í samvinnu við þjónustuaðila á hverju landssvæði þannig að Endurvinnslukortið nýtist öllum alltaf.
Dæmi um birtingu á móttöku endurvinnanlegs sorps í grenndargáma á Endurvinnslukortinu:
Til að staðsetja grenndargáma og aðra móttökustaði fyrir endurvinnanlegt sorp finnur þú póstfangið og smellir á litla Íslandsmerkið eða götuheitið/staðarheitið sem þú vilt sjá nákvæma staðsetningu á á korti. Til að sjá hvað hver stöð tekur á móti er rennt lauslega yfir Fenúrmerkin eða gámatáknin en þá birtist texti sem lýsir Fenúrflokknum eða hvað má setja í grenndargáminn.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þannig virkar Endurvinnslukortið“, Náttúran.is: 2. september 2011 URL: http://nature.is/d/2009/03/09/thannig-virkar-endurvinnslukortio/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 9. mars 2009
breytt: 22. nóvember 2011