Um árabil hefur SORPA gefið út einstaklega falleg og skemmtileg dagatöl.

Myndskreyting almanaks SORPU í ár er unnin af einstaklingum sem sækja þjónustu hjá Ási styrktarfélagi, nánar tiltekið í Lyngási, Bjarkarási, Lækjarási og Ási vinnustofu. Það er til marks um sköpunarkraft þeirra sem tóku þátt í verkefninu að verkin sem bárust voru mun fleiri en mánuðir ársins.

Hér til hliðar má sjá eitt verkanna en það eru ostabakkar úr glerflöskum sem framleiddir eru á Bjarkarási. Flöskurnar eru þvegnar og miðar teknir af. Þær eru svo settar í glerofn og glertrefjar settar undir hálsinn til að móta hald. Útkomandi eru töfrandi glerostabakkar.

Hægt er að ná sér í almanakið ókeypis á öllum endurvinnslustöðvum SORPU og í Góða hirðinum á meðan birgðir endast.

Skoða dagatal SORPU 2014.

Sjá allar endurvinnslstöðvar Sorpu hér á Endurvinnslukortinu og á Endurvinnslukorts-appinu.

Birt:
10. janúar 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Almanak SORPU 2014“, Náttúran.is: 10. janúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/01/10/almanak-sorpu-2013/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 23. mars 2014

Skilaboð: