Með því að velja íslenskt jólatré leggur maður sitt af mörkum til umhirðu og ræktun skóga á Íslandi, einu skóglausasta landi Evrópu. Víðast hvar er jólatrjáahöggið liður í nauðsynlegri grisjun ungskóga. Það er því ekki gengið á auðlindina heldur vex hún og dafnar við grisjunina. Fyrir hvert fellt tré má svo reikna með að 30-40 ný tré verði gróðursett.

Skógræktarfélög víða um land selja jólatré núna fyrir jólin. Þau félög sem taka á móti fólki í skóginn síðustu daga fyrir jól eru:

  • Skógræktarfélag A-Húnvetninga er með jólatrjáasölu í Gunnfríðarstaðaskógi 21.-22. desember kl. 11-15.
  • Skógræktarfélag Austurlands er með jólatrjáasölu í Eyjólfsstaðaskógi, 21.-22. desember kl. 12-16.
  • Skógræktarfélag Árnesinga er með jólatrjáasölu á Snæfoksstöðum í Grímsnesi, 21.-23. desember kl. 10-16.
  • Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandi á Þelamörk, 21.-22. desember kl. 11-15.
  • Skógræktarfélag Eyrarsveitar er með jólatrjáasölu í Brekkuskógi, 22.-23. desember, kl. 13-17.
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Selinu, bækistöðvum félagsins og Þallar, við Kaldárselsveg í Hafnarfirði, 21.-22. desember kl. 10-18.
  • Skógræktarfélag Mosfellsbæjar er með jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg. Opið kl. 10-16 um helgar, en kl. 12-16 virka daga, til 23. desember.
  • Skógræktarfélag Reykjavíkur er með jólatrjáasölu á Jólamarkaðinum á Elliðavatni, 21.-22. desember kl. 11-16. Jólaskógurinn í Hjalladal á Heiðmörk er opinn 21.-22. desember kl. 11-16.
  • Skógræktarfélag Stykkishólms er með jólatrjáasölu í Vatnsdal og í Tíðási 21.-23. desember, kl. 12-15.
  • Fossá í Hvalfirði – Skógræktarfélög Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps eru með jólatrjáasölu á Fossá í Hvalfirði 21. desember kl. 10:30-15.

Sjá nánari upplýsingar um jólatréssölu skógræktarfélaga á landinu á vef Skógræktarfélags Íslands.

Ljósmynd: Ýmsar gerðir barrtrjáa, rauðgreni í forgrunni.

Birt:
18. desember 2013
Tilvitnun:
Einar Örn Jónsson, Skógræktarfélag Íslands, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólatréssala skógræktarfélaganna“, Náttúran.is: 18. desember 2013 URL: http://nature.is/d/2013/12/18/jolatressala-skograektarfelaganna/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: