Yfir tvöþúsund manns mættu á fund sem Landvernd boðaði til við Stjórnarráðið í dag þar sem ætlunin var að afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum. Einnig var ætlunin að afhenda þeim áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um að fleiri svæði verði færð í virkjanaflokk rammaáætlunar, þar á meðal svæði á hálendinu.

Þar sem forsætisráðherra var ekki kleift að vera á staðnum tók aðstoðarmaður hans við umsögnum og áskoruninni fyrir hans hönd.

Ástæða fyrir fundinum var að forsætisráðherra sagði nýverið í viðtali að fjöldi umsagna um rammaáætlun væri afleiðing af þróun upplýsingatækninnar og að megnið af athugasemdunum hafi verið ein og sama athugasemdin. Til að leiðrétta þennan misskilning afhenti Landvernd aðstoðarmanni forsætisráðherra fjölda ólíkra umsagna þar sem aukinnar verndar var krafist, m.a. frá þrettán umhverfisverndarsamtökum þ. á m. NSVE, Hveragerðisbæ, Samtökum ferðaþjónustunnar, Verndarsjóði villtra laxastofna og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Ljósmyndir: Einar Bergmundur.

Birt:
28. maí 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fjölmennt var á grænan fund við Stjórnarráðið“, Náttúran.is: 28. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/05/29/fjolmennt-var-graenan-fund-vid-stjornarradid/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. maí 2013

Skilaboð: