Landvernd mun afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum. Einnig verður þeim afhent áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um að fleiri svæði verði færð í virkjanaflokk rammaáætlunar, þar á meðal svæði á hálendinu.

Afhendingin fer fram við Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg þriðjudaginn 28. maí kl. 17:15.

Forsætisráðherra sagði nýverið í viðtali að fjöldi umsagna um rammaáætlun væri afleiðing af þróun upplýsingatækninnar og að megnið af athugasemdunum hafi verið ein og sama athugasemdin. Til að leiðrétta þennan misskilning mun Landvernd afhenda forsætisráðherra fjölda ólíkra umsagna þar sem aukinnar verndar var krafist, m.a. frá þrettán umhverfisverndarsamtökum þ. á m. NSVE, Hveragerðisbæ, Samtökum ferðaþjónustunnar, Verndarsjóði villtra laxastofna og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Landvernd hvetur áhugasama til að mæta og sýna þannig stuðning við kröfu náttúruverndarfólks um að náttúru Íslands verði hlíft.

Fjölmennum!

Ljósmynd: Grændalur við Hveragerði.

Birt:
28. maí 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fjölmennum við Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg í dag“, Náttúran.is: 28. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/05/27/fjolmennum-vid-stjornarradshusid-vid-laekjartorg-m/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 27. maí 2013
breytt: 28. maí 2013

Skilaboð: