Þann 27. mars s.l. sendu Félag umhverfisfræðinga, Framtíðarlandið, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Náttúran.is spurningar til stjórnmálaflokka og framboða um stefnu þeirra í umhverfismálum.

Fyrsta spurningin sem talsmenn flokkana svöruðu var: Hverjar eru megináherslur þíns flokks í umhverfismálum?

Svörin* við fyrstu spurningunni er að finna á YouTube. Smellið á nöfn flokkanna hér að neðan til að skoða svör hvers og eins flokks á YouTube.

*Svör þeirra flokka og framboða sem brugðust við beiðni samtakanna. Það eru:

  1. Alþýðufylkingin
  2. Framsóknarflokkurinn
  3. Björt framtíð
  4. Dögun
  5. Lýðræðisvaktin
  6. Pírataflokkurinn
  7. Samfylkingin
  8. Sjálfstæðisflokkurinn
  9. Vinstri hreyfingin grænt framboð

Önnur og þriðja spurning sem talsmenn flokkana svöruðu snertu Meginreglu og ferðamennsku. Spurt var:
1. Er stjórnmálaflokkur þinn fylgjandi eða andvígur lögfestingu meginreglna umhverfisréttar, þ.m.t. varúðarreglunnar og mengunarbótareglunnar? Hvers vegna, hvers vegna ekki?
2. Hvernig vill stjórnmálaflokkur þinn vernda viðkvæm svæði í náttúru Íslands gegn auknu álagi og átroðningi ferðamanna?

*Svör þeirra flokka og framboða sem brugðust við beiðni samtakanna. Það eru:

  1. Alþýðufylkingin
  2. Framsóknarflokkurinn
  3. Björt framtíð
  4. Dögun
  5. Lýðræðisvaktin
  6. Pírataflokkurinn
  7. Samfylkingin
  8. Sjálfstæðisflokkurinn
  9. Vinstri hreyfingin grænt framboð
Birt:
18. apríl 2013
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „X13 Umhverfisvernd - Svör stjórnmálahreyfinga við spurningum umhverfisverndarsamtaka og Náttúran.is“, Náttúran.is: 18. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/15/x13-umhverfisvernd-flokkarnir-spurdir-um-aherslur-/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 15. apríl 2013
breytt: 18. apríl 2013

Skilaboð: