Á Ólafsdalshátíðinni 2013. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Verið velkomin á Ólafsdalshátíðina sem haldin verður nk. laugardag þ. 6. ágúst.
Ókeypis aðgangur og skemmtiatriði

11:00-12.20 Ferð með nýuppgerðu rútunni Soffíu II (Bedford árgerð 1940) í kringum Gilsfjörð.
Leiðsögumaður: Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Reykhólasveit. Mæting kl. 10.45.

11.00 Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst.
1. vinningur: flugmiðar fyrir tvo að eigin vali til Evrópu með Icelandair.
Fjöldi annarra góðra vinninga. Miðaverð 500 kr.

Markaður á Ólafsdalshátíðinni 2013. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.12.00-17.00 Ólafsdalsmarkaður, grænmeti og sýningar í skólahúsinu:
Lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti, Erpsstaðaís, kræklingur frá Nesskel.
Fjölbreyttur matar- og handverksmarkaður.
Ólafsdalsskólinn 1880-1907: fastasýning  á 1. hæð.
Dalablóð: málverkasýning Guðrúnar Tryggvadóttur á 2. hæð.

13.00     HÁTÍÐARDAGSKRÁ

Kynnir: Ómar Ragnarsson, skemmtikraftur með meiru.

Erindi: Þorsteinn Sæmundsson, alþingismaður og fyrrverandi kaupfélagsstjóri Kaupfélags Saurbæinga.

Tónlist: Drengjakór íslenska lýðveldisins.

Erindi: Dalablóð; sýning um formæður mínar  úr Dölunum: Guðrún Tryggvadóttir, listakona.

Erindi: Grasið og ljárinn; hugleiðingar um ættboga Ólafsdalshjóna: Sr. Gunnar Kristjánsson, prófessor emerítus.

Tónlist: Drengjakór íslenska lýðveldisins.

Leiklist: Lína langsokkur (Ágústa Eva Erlendsdóttir) skemmtir börnum 0-99 ára og gefur sér tíma með þeim.

16.30    Dregið í Ólafsdalshappdrættinu.

Hestar teymdir undir börnum. Rútan Soffía II og önnur virðuleg farartæki til sýnis.

Kaffi, djús, kleinur og flatkökur á sanngjörnu verði.

ATH: netsamband er stopult í Ólafsdal og því er gestum ráðlagt að hafa með sér lausafé til að versla og taka þátt í happdrætti.

facebook.com/olafsdalur
olafsdalur.is


    Tengdir viðburðir

  • Ólafsdalshátíðin 2016

    Staðsetning
    Óstaðsett
    Hefst
    Laugardagur 06. ágúst 2016 11:00
    Lýkur
    Laugardagur 06. ágúst 2016 18:00
Birt:
2. ágúst 2016
Tilvitnun:
Rögnvaldur Guðmundsson „Ólafsdalshátið 6. ágúst 2016“, Náttúran.is: 2. ágúst 2016 URL: http://nature.is/d/2016/08/02/olafsdalshatid-6-agust-2016/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: