Pawel Wasowicz, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt “Non-native species in the flora of Icelandic highlands and mountains“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 3. febrúar kl. 15:15.
Athugið að erindið verður flutt á ensku.

Í erindinu verður fjallað um þau vandamál sem fylgja slæðingum og ílendum slæðingum í fjalllendi og á hálendi Íslands. Leitað verður svara við spurningum eins og hve margar tegundir slæðinga finnast á hálendissvæðum, hvernig dreifast þær og hvar eru þær algengastar? Einnig verður í stuttu máli rætt um framtíð íslensku hálendisflórunnar.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð, kort

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!

Vinsamlega athugið Náttúrufræðistofnun Íslands er grænn vinnustaður og beinir þeim tilmælum til allra sem hafa tök á að samnýta ferðir og nota vistvænan ferðamáta.

Útdráttur úr erindinu:

Almennt séð teljast framandi tegundir óboðnir gestir í náttúru landsins. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að þær eru meiri ógn við líffræðilega fjölbreytni heldur en samanlögð áhrif mengunar, landbúnaðar og sjúkdóma. Það sem meira er, þá fylgir þeim gríðarlegur kostnaður. Sumar aðfluttar tegundir, eins og tegundir sem eru ræktaðar til matar og gæludýr, eru til mikils gagns á meðan aðrar geta valdið miklum skaða. Aðfluttar háplöntutegundir spila sérstakt hlutverk vegna þess hve þær eru mikilvægar í vistkerfum landsins.

Í Þjórsárverum. Ljósm. Guðrún TryggvadóttirlÁhrif mannsins á háplöntuflóru Íslands má rekja aftur til 9. aldar þegar norrænir landnemar settust hér að og síðan þá hefur gróður landsins breyst gríðarlega. Vaxandi áhrif mannsins og loftslagsbreytingar á „litlu ísöld“ (1600–1900) leiddu til verulegrar breytingar á gróðurþekju, aðallega vegna rofs og eyðimerkurmyndunar. Hins vegar hélst samsetning háplöntuflórunnar nokkuð vel þar til nýlega, fyrst og fremst vegna harðneskjulegs veðurfars og einangrunar landsins.

Nýjustu rannsóknir á slæðingum á Íslandi sýna að það er marktækur munur á samsetningu gróðurs eftir svæðum. Þannig er mikill fjöldi aðfluttra tegunda á láglendi á meðan þær sjást varla í fjalllendi og hálendissvæðum.  Á Íslandi telst land sem er yfir 400 m hæð yfir sjávarmáli til fjalllendis eða hálendis og á það við um 40% landsins. Íslenska hálendið telst til nokkurra af fáum óspilltum svæðum í Evrópu vegna þess hve afskekkt það er og loftslag kalt. Miðhálendið er talið stærsta svæðið í Evrópu, sunnan við heimskautsbaug, sem búseta mannsins hefur aldrei verið varanleg. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi svæði gegna lykilhlutverki í að viðhalda náttúrulegu dreifingarmynstri margra innlendra plantna.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um þau vandamál sem fylgja slæðingum og ílendum slæðingum á hálendi Íslands og í fjalllendi. Leitað verður svara við spurningum eins og hve margar tegundir slæðinga finnast á hálendissvæðum, hvernig dreifast þær og hvar eru þær algengastar? Einnig verður í stuttu máli rætt um framtíð íslensku hálendisflórunnar.


Birt:
1. febrúar 2016
Tilvitnun:
Náttúrufræðistofnun Íslands - NÍ - Garðabæ „Hrafnaþing – Framandi tegundir í fjalllendi og á hálendi Íslands“, Náttúran.is: 1. febrúar 2016 URL: http://nature.is/d/2016/02/01/hrafnathing-framandi-tegundir-i-fjalllendi-og-hale/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: