Garðfuglahelgin 2016
Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Nú eins og venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar.
Framkvæmdin er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma föstud. 29. jan., laugard. 30. jan., sunnud. 31. jan. eða mánud. 1. feb. - einhverjum garði. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér í garðinum og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir.
Upplýsingar um garðfuglategundir er að finna á garðfuglavefnum Fuglaverndar á fuglavernd.is
Frekari upplýsingar um talninguna má finna á fuglavernd.is
Áhugamenn um fugla eru hvattir til að taka þátt í garðfuglatalningunni, þetta er einfalt og skemmtilegt verkefni.
Umsjónarmenn garðfuglaskoðunarinnar, þeir Ólafur Einarsson (s.8999744) og Örn Óskarsson (s.8469783), veita svo gjarnan frekari upplýsingar.
-
Garðfuglahelgin
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Hólmfríður Arnardóttir „Garðfuglahelgin 2016“, Náttúran.is: 29. janúar 2016 URL: http://nature.is/d/2016/01/29/gardfuglahelgin-2016/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.