Opið fyrir skráningar í grenndargarðinn Seljagarð sumarið 2016
Enn á ný hefst ræktun í samfélagslega grenndargarðinum og gróðurhúsinu Seljagarði við Jökulsel í Seljahverfi.
Í boði eru bæði gróðurhúsarreitir og útireitir fyrir áhugasama ræktendur. ÓKEYPIS þátttaka í sameiginilega hluta. Hægt er að taka frá lítil beð fyrir einkaræktun gegn umhirðu á sameiginlegu svæðum eða smávægilegu gjaldi.
Endilega hafið samband og gangið frá skráningu. Byrjendur og nýgræðingar í ræktun eru velkomnir.
Fræ og forræktun er á eigin ábyrgð en aðstoð og ráðgjöf er í boði fyrir þá sem að sækast eftir henni.
Skráning á seljagardur109@gmail.com
útireitur: 4800 kr, úti og innireitur 6000 kr, innireitur 3000 kr, tilraunasvæði úti 2000 kr.
Lokað er fyrir skráningu í gróðurhúsinu 5. maí.
-
Skráningar fyrir ræktunarreiti í Seljagarði
Tengdir viðburðir
Birt:
27. janúar 2016
Tilvitnun:
Náttúran.is „Opið fyrir skráningar í grenndargarðinn Seljagarð sumarið 2016“, Náttúran.is: 27. janúar 2016 URL: http://nature.is/d/2016/01/27/opid-fyrir-skraningar-i-grenndargardinn-seljagard-/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.