Ecotrophelia Ísland er keppni meðal háskólanemenda í þróun vistvænna matvæla. Keppnin felst í að þróa markaðshæf, vistvæn matvæli eða drykki. Keppnin er haldin árlega í síðari hluta maí og er nú kallað eftir keppnisliðum.

Nú stendur yfir skráning nemendahópa sem vilja taka þátt í keppninni í ár. Í hverjum hópi mega vera tveir til tíu nemendur, skráðir í nám á háskólastigi. Þeir mega vera úr hvaða námsbraut sem er en æskilegt að einhver í hópnum hafi þekkingu á matvælum. Nemendur mega ekki vera orðnir 35 ára. Sigurliðið hlýtur vegleg verðlaun og rétt til að taka þátt í alþjóðlegri keppni, Ecotrophelia Europe http://www.ecotrophelia.eu/ í París í október.

Þegar hóparnir hafa skráð sig til leiks fá þeir aðgang að kennsluefni á netinu sem leiðbeinir þeim um alla þætti sem viðkoma þróunarferlinu. Hópunum verður útveguð aðstaða til verklegra prófana.

Frestur til að skila skráningu er til 31. janúar 2016. Skráning sendist á netfangið: gunnthorunn.einarsdottir@matis.is.


Birt:
25. janúar 2016
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ecotrophélia – Keppni í nýsköpun vistvænna matvæla 2016 kallar eftir keppnisliðum“, Náttúran.is: 25. janúar 2016 URL: http://nature.is/d/2016/01/25/ecotrophelia-keppni-i-nyskopun-vistvaena-matvaela-/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: