Málstofa um listir og menntun til sjálfbærni
Sunnudaginn 10. janúar kl 13:00-15:00 verður haldið málþing á vegum Rannsóknarstofu í listkennslufræðum, rannsóknarhóps um menntun til sjálfbærni í Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91.
Valgerður Hauksdóttir, myndlistarmaður mun halda stutta kynningu á doktorsverkefni sínu þar sem hún skoðar menntun til sjálfbærni og sjálfbæra efnisnotkun í listsköpun.
Aðal áhersla málþingsins verður að finna út úr því hverjar áherslur rannsóknarhópsins um listir og menntun til sjálfbærni ætti að vera.
Skipt verður í hópa út frá áhugasviðum hvers og eins.
Upp hafa komið tillögur að umræðum:
- Þróunarverkefni í grunnskólum.
- Þróunarverkefni í framhaldsskólum.
- Samfélagstengd verkefni.
- Útgáfa t.d. bók, greinar, photo essay o.s.frv.
- Sýningar.
- Vinnustofur og endurmenntunarnámskeið.
- Ráðstefnur t.d. Hugarflug og Menntakvika.
- Styrkumsóknir.
-
Málstofa um listir og menntun til sjálfbærni
- Staðsetning
- None Laugarnesvegur 91
- Hefst
- Sunnudagur 10. janúar 2016 13:00
- Lýkur
- Sunnudagur 10. janúar 2016 15:00
Tengdir viðburðir
Birt:
4. janúar 2016
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ásthildur Björg Jónsdóttir „Málstofa um listir og menntun til sjálfbærni“, Náttúran.is: 4. janúar 2016 URL: http://nature.is/d/2016/01/04/malstofa-um-listir-og-menntun-til-sjalfbaerni/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.