Grænt kort Suður – Nýtt app komið í dreifingu
Nýtt app úr smiðju Náttúran.is hefur verið samþykkt hjá Apple og er komið í dreifingu. Appið er ókeypist til niðurhals og tekur fyrir menningu, hagkerfi og náttúru á Suðurlandi. Áður hefur Náttúran.is gefið út Græn kort í vef- og prentútgáfum.
Grænu kortin okkar byggja á flokkunarkerfi Green Map® kerfisins og gagnagrunni Grænna síðna™ Náttúrunnar sem er árangur níu ára rannsóknarvinnu á vistvænum kostum í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi.
Græna kortið er á fimm tungumálum; íslensku, ensku, þýsku, ítölsku og frönsku, og tengist hinu gríðarlega magni af umhverfisupplýsingum og vottunartengingum sem fyrir hendi eru á vefnum.
Ná í appið Grænt kort - Suður fyrir iOS.
Ef þú vilt vita meira þá skrifaðu okkur á nature@nature.is.
Þú getur látið vita af aðila eða stað sem þér finnst vanta á kortið eða skráð ítarupplýsingar um fyrirtækið þitt gegn vægu gjaldi. Grunnupplýsingar eru gjaldfrjálsar en ef þú vilt skrá ítarlegri upplýsingar um fyrirtækið þitt getur þú smellt hér og fært þær inn gegn vægu gjaldi.
Grænt kort suður er hannað af Guðrúnu Tryggvadóttir og forritað af Einari Bergmundi Þorbjargarsyni Bóasarsyni. ©Náttúran.is 2015.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grænt kort Suður – Nýtt app komið í dreifingu“, Náttúran.is: 10. desember 2015 URL: http://nature.is/d/2015/12/10/graent-kort-fyrir-sudurland-nyja-appid-komid-i-dre/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 11. desember 2015