Mótmælunum sem áttu að vera á Austurvelli laugardaginn 14. nóvember kl. 15:00 hefur verið frestað vegna árásana í París en verða nú haldin mánudaginn 16. nóvember kl. 17:00.

Við mótmælum öllum áætlunum um virkjanir, uppistöðulón, vegi og raflínur á hálendi Íslands, eins stærsta ósnorta landsvæðis af mönnum sunnan heimskautabaugs.

Við mótmælum stóriðju og öðrum vanhugsuðum skammtímalausnum í orkuframleiðslu og atvinnubúskap.

Náttúra íslands er ekki eign tímabundinna handhafa yfirvalds. Gerum miðhálendi Íslands að þjóðgarði og stöndum vörð um náttúruarf og menningu okkar!

Verndum hálendið fyrir valdhöfum í leit að skyndigróða á kostnað komandi kynslóða. Hlúum að náttúrunni og frekari uppbyggingu í kringum ferðamennsku, sem er okkar helsti atvinnubúskapur í dag.

Það er kominn tími til að virkja sköpunarkraft okkar!


Birt:
15. nóvember 2015
Tilvitnun:
Ungir umhverfissinnar „Verndum hálendið - Virkjum sköpunarkraftinn - ATH! Breytt tímasetning“, Náttúran.is: 15. nóvember 2015 URL: http://nature.is/d/2015/11/10/verndum-halendid-virkjum-skopunarkraftinn/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 10. nóvember 2015
breytt: 15. nóvember 2015

Skilaboð: