Afsprengi ofgnóttarinnar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Föstudaginn 30. október heldur Juliet Schor, prófessor í félagsfræði við Boston College og höfundur fjölmargra bóka og fræðigreina um neyslusamfélag nútímans fyrirlestur um deilihagkerfið í boði rannsóknarverkefnisins „The Reality of Money“ við Heimspekistofnun, Landverndar og Háskóla Íslands á Þjóðarspeglinum í HÍ. Pallborðsumræður í lokin.

Dagskrá:

  1. Juliet Schor. Samneysla: nýtt fyrirbæri eða sama gamla neysluhyggjan?
  2. - Pallborðsumræður að loknu erindi próf. Schor.

Í pallborði verða:

  • Gunnar Ó. Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands
  • Rakel Garðarsdóttir, stofnandi VAKANDI
  • Sigurður Eyberg Jóhannesson, náttúrufræðingur
  • Málstofustjóri verður Ragna B. Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Sálfræðideild HÍ.

Í erindi sínu mun Juliet Schor fjalla um deilihagkerfið. Hún mun velta upp þeirri spurningu hvort deilihagkerfið sé sú töfralausn frá umhverfismengandi einnota samfélaginu sem því var ætlað að vera eða enn eitt gróðatækið. Um þessar mundir vinnur próf. Schor að bók um þetta efni.

Juliet Schor er prófessor í félagsfræði við Boston College. Áður kenndi hún við hagfræðideild Harvard í 17 ár. Hún er afkastamikill höfundur og hefur skrifað fjölda bóka og vísindagreina um afleiðingar neyslusamfélaga nútímans. Nýjasta bók hennar heitir Plentitude. Í henni fjallar Schor um hnignun vistkerfa út frá hagfræðilegu og félagsfræðilegu sjónarhorni. Hún leggur til róttækar breytingar á lífsmáta og lífsgildum nútímamannsins og því hvaða skilning við leggjum í neysluvarning.

Fyrirlesturinn er kominn á netið.


Birt:
28. október 2015
Höfundur:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Samneysla: Nýtt fyrirbæri eða sama gamla neysluhyggjan?“, Náttúran.is: 28. október 2015 URL: http://nature.is/d/2015/10/28/samneysla-nytt-fyrirbaeri-eda-sama-gamla-neysluhyg/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 3. nóvember 2015

Skilaboð: