Þátttaka almennings í stjórnun umhverfismála
Landvernd og Arnika, tékknesk náttúrverndarsamtök, boða til málþings í Þjóðminjasafninu miðvikudaginn 23.september milli kl 13:00 og 16:00.
Málþingið mun fjalla um aðkomu almennings að ákvarðantöku í umhverfismálum. Talsmenn Arniku flytja fyrirlestra um mengandi starfsemi og eiturefnaúrgang og þá aðstoð sem þau veita almenningi til þess að efla lýðræðslega þátttöku hans þegar kemur að umhverfismálum. Aðilar frá stjórnvöldum og fyrirtækjum munu flytja stutt erindi um sýn sína á þátttöku almenning og svara spurningum í lok málþings.
Landvernd mun einnig fjalla um viðleitni samtakanna til að styðja við og auka þátttöku almennings í ákvarðanatöku um umhverfismál.
Málþingið fer fram á ensku. Sjá nánar á vef Landvernar.
-
Málþing um þátttöku almennings í stjórnun umhverfismála
- Staðsetning
- Þjóðminjasafn Íslands Suðurgata 41
- Hefst
- Miðvikudagur 23. september 2015 13:00
- Lýkur
- Miðvikudagur 23. september 2015 16:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Guðmundur Ingi Guðbrandsson „Þátttaka almennings í stjórnun umhverfismála“, Náttúran.is: 15. september 2015 URL: http://nature.is/d/2015/09/15/thatttaka-almennings-i-stjornun-umhverfismala/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.