Óskað eftir tilnefningum til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs
Hver á heiður skilinn fyrir að hafa stuðlað að minni losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum? Nú geta allir lagt fram tilnefningar til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Reykjavík.
Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í 21. sinn á verðlaunahátíð í Hörpu þann 27. október.
Þema verðlaunanna í ár er losun gróðurhúsalofttegunda. Að sögn dómnefndarinnar verða verðlaunin veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem þróað hefur undraverða vöru eða uppfinningu eða með öðrum skapandi hætti stuðlað að minni losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum til frambúðar.
Hér er hægt að leggja fram tilnefningu.
Tilnefningarfrestur er til 13. apríl 2015.
Tilkynnt verður um tilnefningar til náttúru- og umhverfisverðlaunanna í júní.
Reykjavíkurborg hlaut verðlaunin í fyrra en Marorka hlaut verðlaunin árið
Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs nema 350 þúsundum danskra króna. Í fyrra féllu þau í skaut Reykjavíkurborgar fyrir framlag sveitarfélagsins til umhverfismála.
Þema síðasta árs tengdist umhverfisstarfi sveitarfélaga eða staðbundinna samfélaga en í ár verður einnig hægt að tilnefna einstaklinga.
Dæmi um fyrri verðlaunahafa:
Verðlaunin hafa verið veitt frá 1995 og meðal fyrri verðlaunahafa eru Selina Juul, fyrir starf sitt í baráttunni gegn matarsóun, umhverfissinninn Olli Manninen hin þekktu norsku umhverfissamtök Bellona, grænlensku umhverfissamtökin Inuit Circumpolar Conference, skrifstofa Agenda 21 á Álandseyjum, umhverfisbaráttumaðurinn Bogi Hansen frá Færeyjum, sveitarfélagið Albertslund í Danmörku, þrír norrænir bankar auk Scandic-hótelanna.
Birt:
Tilvitnun:
Norden - Norræna ráðherranefndin, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Óskað eftir tilnefningum til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs“, Náttúran.is: 8. apríl 2015 URL: http://nature.is/d/2015/02/08/oskad-eftir-tilnefningum-til-natturu-og-umhverfisv/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 8. febrúar 2015
breytt: 8. apríl 2015