Hrafnaþing - Að skrá sögu landsins með ljósmyndum. Hverjum ber að varðveita hana?
Oddur Sigurðsson jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands flytur erindið Að skrá sögu landsins með ljósmyndum. Hverjum ber að varðveita hana? á Hrafnaþingi miðvikudaginn 12. nóvember kl. 9:15.
Eldgos í Heklu.
ATHUGIÐ: Hrafnaþing verður framvegis haldið á morgnana kl. 9:15-10:00.
Ísland er í jarðfræðilegu eðli sínu úthafsbotn og því frábrugðið þorra annarra landa heimsins. Snýr það að eldvirkni, jarðskjálftum, landhæðarbreytingar, gliðnun landsins, jarðhita, landrofi, veðurfari og fleiru. Að öllu þessu samanlögðu má ljóst vera að Ísland er ekki líkt öðrum löndum og breytist mun örar en annars staðar þekkist. Aðrir þættir, tengdir og ótengdir þeim sem ofan eru taldir, orka mjög á útlit landsins svo sem sjávarstöðubreytingar og jöklar að ekki sé talað um mannanna verk sem óðum setja mark sitt á landið. Rannsóknum og skráningu á sérkennum Íslands verður ekki sinnt nema hér á landi. Einn mikilvægasti þáttur þeirra rannsókna er að skrá og varðveita sögu þess lands sem svo ört breytist. Er það bæði í þágu þjóðarinnar og svo mannkyns alls. Ekki er óeðlilegt að sú ábyrgð falli menntamálaráðuneyti í skaut. Nauðsynlegt er að stjórnvöld finni sem fyrst þessum málaflokki fastan stað í kerfinu.
-
Hrafnaþing - Að skrá sögu landsins með ljósmyndum. Hverjum ber að varðveita hana?
- Staðsetning
- None Urriðaholtsstræti 6
- Hefst
- Miðvikudagur 12. nóvember 2014 09:15
- Lýkur
- Miðvikudagur 12. nóvember 2014 10:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Náttúrufræðistofnun Íslands - NÍ - Garðabæ „Hrafnaþing - Að skrá sögu landsins með ljósmyndum. Hverjum ber að varðveita hana?“, Náttúran.is: 11. nóvember 2014 URL: http://nature.is/d/2014/11/11/hrafnathing-ad-skra-sogu-landsins-med-ljosmyndum-h/ [Skoðað:24. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.