Býfluga við vinnu sína.
Býfluga við vinnu sína.
Býflugum fer fækkandi um allan heim. Hægt er að lesa um það hér. Býflugur eru ekki aðeins nothæfar til hunangsgerðar. Fæðukeðjan okkar byggir á þjónustu býflugna. Án frævunar þeirra mun 30% af okkar staðalfæðu hverfa.

Vísindamenn kenna ákveðnum skordýraeitrunum um. Næstu daga mun ríkisstjórn Bandaríkjana taka ákvörðun um bann á þeim, en slíkt bann er við lýði í ríkjum Evrópusambandsins

Obama hefur lýst áhyggjum af slæmu ástandi í býflugnastofninum og stofnaði nefnd til að gera áætlun til bjargar býflugunni. En risavaxin efnafyrirtæki eyða milljörðum til að slá rýrð á þær tillögur og rannsóknir sem gerðar eru gegn skordýraeitri.

Hugsjónarmenn hafa tekið höndum saman og stofnað hópáskorun til ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að banna notkun skordýraeiturs í landbúnaði.

Endilega skrifið undir!

 

Birt:
26. september 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Hulda Pálsdóttir „Til varnar býflugunni“, Náttúran.is: 26. september 2014 URL: http://nature.is/d/2014/09/26/til-varnar-byflugunni/ [Skoðað:7. júlí 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: