Hjartafell í Hofsjökli.Hafinn er ljósmyndaleikur Hjarta landsins á vegum Landverndar. Með þátttöku gefst öllum áhugasömum tækifæri á að vekja athygli á verðmætunum sem fólgin eru í víðernum hálendisins og taka undir kröfuna um vernd þeirra. Þú tekur þátt með því að senda ljósmynd sem þú hefur tekið á hálendinu á landvernd@landvernd.is merkt ,,hálendismynd“ eða birtir hana á instagram merkta #hjartalandsins.

Verðlaun verða veitt fyrir bestu myndirnar. Verðlaunin eru gönguskór frá Útivist, gönguferð með Ferðafélagi Íslands, iPhone 5C frá Símanum og flugferð yfir hálendið með Ómari Ragnarssyni. Hægt er að senda inn myndir til 15. október.

Hálendið – hjarta landsins er verkefni sem Landvernd, Ferðaklúbburinn 4x4, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist og Samtök útivistarfélaga (SAMÚT) standa að í sameiningu. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum á hálendi Íslands, efla umræðu um þær og fylkja fólki á bak við kröfuna um að hálendinu verði hlíft. Sjá nánar á hjartalandsins.is og heartoficeland.org.

Ljósmynd: Hjartafell í Hofsjökli, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.


Birt:
16. september 2014
Höfundur:
Landvernd
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Ljósmyndaleikur Hjarta landsins“, Náttúran.is: 16. september 2014 URL: http://nature.is/d/2014/09/16/ljosmyndaleikur-hjarta-landsins/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. mars 2015

Skilaboð: