Þriðjudaginn 16. september verður Fuglavernd með fuglaskoðun í kirkjugarðinum í Fossvogi - í tilefni Dags íslenskrar náttúru - við munum skoða glókolla og jafnvel barrfinkur og krossnefi. Þó þetta séu ekki einkennisfuglar íslenskar fuglafánu þá hefur glókollurinn numið hér land, er staðfugl og spjarar sig ágætlega þrátt fyrir að vera minnsti fugl Evrópu, krossnefir hafa verpt hér síðan 2008 og barrfinkan er árlegur flækingur og líklegur landnemi.

Mæting hálfsex á bílastæðinu við Fossvogskirkju en gangan tekur um klukkutíma.

Edward Rickson fuglaskoðari með meiru leiðir gönguna.

Eyþór Ingi Jónsson tók þessa fallegu mynd af glókolli en afar erfitt er að koma auga á þá fyrir óvana. Kall glókollsins er á hárri tíðini sem fer gjarnan fram hjá fólki sem komið er fram yfir miðjan aldur en sönginn heyra flestir en söngur hans líkist söng skógarþrasta.


Birt:
11. september 2014
Tilvitnun:
Fuglavernd - Fuglaverndarfélag Íslands „Glókollaferð á degi íslenskrar náttúru“, Náttúran.is: 11. september 2014 URL: http://nature.is/d/2014/09/11/glokollaferd-degi-islenskrar-natturu/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: