Saman gegn matarsóun - Dagskrá hátiðarinnar
Dagskrá hátíðarinnar Saman gegn matarsóun í Hörðu laugardaginn 6. september.
Kynnar verða Guðfinnur Sigurvinsson og Guðbjörg Gissurardóttir
- 13:00-13:10 Opnun hátíðarinnar og kynning á dagskrá
- 13:10-13:25 Opnunarræða borgarstjóra Reykjavíkur – Dagur B. Eggertsson
- 13:25-13:30 Kynning á skipuleggjendum hátíðarinnar: Landvernd. Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri Saman gegn matarsóun, Kvenfélagasamband Íslands. Una María Óskarsdóttir, forseti KÍ, Vakandi. Rakel Garðarsdóttir stofnandi Vakandi
- 14:00-14:15 Selina Juul, stofnandi ,,Stop spild af mad” hreyfingarinnar í Danmörku
- 15:00-15:10 Matvælastofnun. Jónína Stefánsdóttir
- 15:10-15:20 Matís. Hrönn Ólína Jörundsdóttir
- 15:20-15:30 Landspítalinn. Heiða Björg Hilmisdóttir
- 16:00-16:15 Tristram Stuart, breskur rithöfundur og talsmaður gegn matarsóun
- 16:15-16:25 Crowbar – insect powered energy. Stefán Atli Thoroddsen
- 17:00-17:15 Samhjálp. Vilhjálmur Svan
- 17:15-17:30 Borgarbýli, Seljagarðar. Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir
Í Silfurbergi og á Eyri verða eftirfarandi aðilar með kynningu á starfsemi sinni: Ankra, Bónus, Eigenda og ræktendafélag Landnámshænsna, IKEA, Í boði náttúrunnar, Íslenskur matur og matarmenning, Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd, Litli Bóndabærinn, Matarbýtti, Náttúran.is, Neytendasamtökin, Pokalausi dagurinn, Samhjálp, Seljagarður-Borgarbýli, Slow Food Reykjavík, Uppskeran, Vakandi og Velbú.
Þórunn Clausen leikkona verður með leiklestur úr bókunum um Smjattpattana og ókeypis andlitsmálning verður í boði fyrir börnin.
Frá kl 13:00 verður súpa í boði Kolabrautarinnar og Sölufélags garðyrkjumanna borin fram á Eyri.
DJ Sóley sér um að spila ljúfa tóna á milli atriða.
Verið hjartanlega velkomin!
Birt:
Tilvitnun:
Rannveig Magnúsdóttir „Saman gegn matarsóun - Dagskrá hátiðarinnar“, Náttúran.is: 5. september 2014 URL: http://nature.is/d/2014/09/05/saman-gegn-matarsoun-dagskra-hatidarinnar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 6. september 2014