Með náttúrunni - Mummi, Guðmundur Ingi Guðbrandsson í eldlínunni - 4. þáttur
Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!
Þá er komið að fjórað og síðasta viðtalinu við Guðmund Inga Guðbrandsson, Mumma framkvæmdastjóra Landverndar. Eins og kom fram í fyrsta viðtalinu við hann þá hefur verið unnið ötulega að kynningu á Landvernd og þeim málefnum sem félagið stendur fyrir og félagafjöldi aukist úr 500 í 3000 á skömmum tíma. Hlusta á þáttinn.
Útdráttur úr viðtalinu:
Landvernd vinnur að ýmsum mikilvægum málefnum svo sem Grænfána og- Bláfánaverkefni og spennandi verkefni sem nefnist „Hálendið hjarta landsins“. Félagsgjöldin ná skammt til að reka allt sem félagið hefur á sinni könnu. Hvernig gengur að fjármagna þetta fjölbreytta starf?
Ýmsar leiðir til að fjármagnastarfið
Varðandi skólana og Grænfánaverkefnið segir Mummi það vera rekið á grundvelli samnings milli Landverndar, Umhverfis- og auðlindarráðuneytisins og Mennta- og menningamálaráðuneytisins og þáttökugjöldum frá skólunum. Yfirleitt eru hófleg þátttökugjöld í flestum verkefnanna. Varðandi þau nýrri sem eru á byrjunarstigi eins og loftslagsverkefnið þá eru þau rekin sem tilraunaverkefni og „Hjarta landsins“, samvinnuverkefni Landverndar, 4x4, Ferðafélag Íslands og Útivistar er í höndum stjórna félaganna aðallega formannanna og mínum segir Mummi. Þarna hafa ekki verið miklir fjármunir en vonir standa til að þar horfi til betri vegar.
Lýðræðishalli hjá náttúruverndarfólki
Varðandi fjármagn og mannafla þá er mikill lýðræðishalli á möguleikum náttúrverndarfólks til aðkomu að ákvörðunum og upplýsingagjafar varðandi þau málefni sem Landvernd vinnur að. Mummi telur að sem betur fer geri flestir sér grein fyrir því að til dæmis orkuiðnaðurinn og náttúruverndarfólk sitji ekki við sama borð. Hann nefnir sem dæmi; þegar unnið var að fyrstu gerð landsskipulags fyrir Ísland sem ekki náði fram að ganga og verið er að vinna aftur, þá stóð Skipulagsstofnun fyrir samráðsfundum með öllum þeim sem láta sig málið varða því landsskipulagsstefnu er á hennar ábyrgð. Fundirnir voru haldnir klukkan 13:00 á virkum dögum. Mummi man eftir að minnsta kosti tveimur fundum þar sem hann var eini launaði starfsmaðurinn frá náttúruverndarhreyfingunni í landinu og fáir sjálfboðaliðar mættir þar sem þeir voru í vinnu. Á sama tíma voru fjölmargir frá Landsvirkjun, Landsneti, Vegagerðinni, sveitafélaögum og flestum þeim hagsmunaaðilum sem koma að slíku skipulagi. Mummi vill þó ekki meina að rödd náttúruverndar hafi ekki verið sterk þar sem hann var á staðnum en hún heyrðist að minnsta kosti ekki í öllum vinnuhópunum. En hann tekur fram að vissulega hafi þarna verið margt gott náttúruverndarfólk á vegum hinna ýmsu aðila. Þetta er svo sannarlega til umhugsunnar segir hann og bætir við að það hafi aldrei dregið úr honum baráttuþrek eða kjark þó hann sé oft einn á móti mörgum.
Engan veginn vonlaus barátta
Þetta er síður en svo vonlaus barátta segir Mummi, hann trúir því og treystir að Íslendingar sem þjóð láti það ekki gerast að hálendinu verið fórnað fyrir virkjanir, það er of mikið í húfi. Auk þess er mikil óvissa um í hvað eigi að nota orkuna sem er heldur ekki mjög mikil.
Aðspurður hvers vegna hann telji það hafi gengið svo vel undanfarið að afla nýrra félaga segir Mummi að þega skipt var um ríkisstjórn nú síðast og í ljós koma að mikill áhugi var á að fara í aukna orkuvinnslu þá hafi samtökin náð til fleirri en þeirra sem þegar voru virkir í náttúurverndinni. Herferðir félagsins hafi væntanlega vaknað þá til meðvitundar um það sem var í húfi og þeir því gengið til liðs við félag sem þeir treystu til að standa vörð um náttúruna.
Það hefur líka tekist vel að vekja athygli á málefnunum með herferðum á netinu og undirskrifatasöfnunum þar, svo sem um að umhverfismat á Bjarnarflagi í Mývatnssveit verði endurtekið og undiskriftasöfnun um að hálendi landsins verði hlíft, í verkefninu Hálendinu - hjarta landsins.
Fólk er að verða meðvitaðra eða kanske hræddara og gengur því til liðs við Landsvernd til að leggja sitt á vogarskálina
Netið mikillvægt í baráttunni
Netið er mjög mikilvægur miðill og hefur nýst samtökunum vel. Það er til dæmis áhugavert að þegar haldinn var mótmælastaða fyrir framan stjórnarráðið fyrir um ári síðan vegna ummæla Sigmundur Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra um umsagnir vegna rammaáætlunun sem nú er í gildi. Hann sagði að þær væru að mestu ein og sama umsögnin og því spurning um hve mikið ætti að taka mark á þeim. Við settum allar umsagnirnar á geisladisk og færðum honum og efndum jafnframt til mótmælastöðu gegn þessum orðum hans. Þetta var ákveðið með tveggja daga fyrirvara og það mættu um 2-3000 mans, slíkt hefði ekki verið gerlegt nema með hjálp netsins. Netið er svo sannarlega mikilvægur aflgjafi til að hreyfa við fólki og ná því saman eins og atburðir í arabalöndunum, fyrrum lýðveldum sovétríkjanna og víðar bera vitni um segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Mummi framkvæmdastjóri Landverndar að lokum
Steinunn Harðardóttir.
Tengdar hjóðupptökur:
Mummi hjá Landvernd IVBirt:
Tilvitnun:
Steinunn Harðardóttir „Með náttúrunni - Mummi, Guðmundur Ingi Guðbrandsson í eldlínunni - 4. þáttur“, Náttúran.is: 29. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/27/med-natturunni-mummi-gudmundur-ingi-gudbrandsson-i/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 27. ágúst 2014
breytt: 3. október 2014