Rusl í Álfsnesi.Ekkert rusl vikan (Zero Waste Week) er árlegur viðburður á heimsvísu en í ár er hún haldin dagana 1.-7. september.

Í Ekkert rusl vikunni er markmiðið að henda „engu“ heldur spara, endurnýta og síðast en ekki síst verða meðvitaður um það gríðarlega magn sem við hendum í hverri viku.

Á vefnum zerofoodwaste.co.uk eru ýmsar tillögur um hvað við getum gert til að minnka sóun og hætta að henda verðmætum.

Tillögur að markmiðum:

  • Hætta að nota plastburðarpoka
  • Útbúa nesti með engu rusli
  • Flokka fernurnar mínar
  • Gefa föt til góðgerðarmála
  • Kaupa umbúðalaust!
  • Los mig við dót til endurnýtingar án þess að það þurfi að fara til urðunar
  • Hætta að sóa mat
  • Lagaa í stað þess að henda
  • Láttu ganga!

Hvað get ég gert?

Googlaðu „afganga“ eða „nýta afganga“

Deildu þínum eigin afgangauppskrift, t.d. hingað á Náttúran.is,  á Matarsoun.is eða á facebooksíðuna þína.

Meira um verkefnið á zerofoodwaste.co.uk

Ljósmynd: Rusl til urðunar í Álfsnesi, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

 


    Tengdir viðburðir

  • Ekkert rusl vikan

    Staðsetning
    Óstaðsett
    Hefst
    Mánudagur 01. september 2014 00:00
    Lýkur
    Mánudagur 01. september 2014 00:00
Birt:
27. ágúst 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ekkert rusl vikan - Zero Waste Week“, Náttúran.is: 27. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/27/ekkert-rusl-vikan-zero-waste-week/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: