Kaja organic ehf. flytur einungis inn lífrænt vottaðar matvörur.  Slagorð fyrirtækisins er “lífrænt fyrir alla” og er verið að visa beint í boðskapinn og að auki í verðstefnu fyrirtækisins.  Aðaláhersla er lögð á að þjónusta framleiðendur, stóreldhús eins og leik-og grunnskóla auk veitingastaða, yfir 120 vöruliðir í pakknigastærð 5-25kg.  Að auki flytur Kaja inn sælkeravörur / gourmetvörur (lífrænt vottaðar) fyrir smásölumarkað sem eru einungis seldar í sérverslunum.  Þetta eru vörumerkin Saveurs & Nature, Vigean og Guérande.

Kaja organic ehf. er í eigu Karen Emilíu Jónsdóttur (Kaja) og var stofnað í mars 2013. Náttúran spurði Kaju um aðdraganda að stofnun fyrirtækisins en svar hennar er eftirfarandi:

„Aðdragandan má rekja til ársins 1995 þegar ég greindist með krabbamein sem leiddi til þess að allt mitt líf fór í endurskoðun hvað varðar  mataræði og lífstíl.  Í dag hef ég ekki greinst í 12 ár og tel að þessi breytinig á mataræði sé m.a því að þakka að ég náði heilsu á ný.

Snemma á síðasta ári stóð ég aftur á tímamótum, hafði sagt mínu starfi lausu hjá  heildverslun Yggdrasills sem innkaupa og sölustjóri og vissi ekki alveg hvert förinni væri heitið. En eitt vissi ég þó að lírænt væri rétti vettvangurinn fyrir mig.
Það var síðan eftir samtöl við tvo leikskólastjóra og matráð hér á Akranesi sem varð til þess að ég skoðaði  hvort grundvöllur væri á innflutningi á lífrænum matvælum þá  sérstaklega fyrir leik- og grunnskóla. Eftir nokkra fundi við hlutaeigandi  aðila hér og í nágranna sveitafélögunum ákvað ég að stofna  fyrirtækið Kaja organic sem myndi þá sérhæfa sig í innflutningi á lífrænum matvælum fyrir leik-og grunnskóla ásamt hráefnum fyrir lífræna framleiðendur.

Þar sem að leiðin var valin og ég vissi af mjög góðu súkkulaði umboði sem var á lausu þá var haft samband við franska  súkkulaði framleiðandan Saveurs & Nature, súkkulaðið átti að vera svona meira sem hobby.  En eitt leiddi að öðru, góð vinur minn eigandi Saveurs & Nature á vini sem ég hef verið svo heppin að fá að kynnast og í dag hef ég tekið inn tvö ný frönsk umboð sem ætluð eru i sérverslanir líkt og súkkulaðið góða. Þetta eru umboðin Guérande og Vigean. Þessi 3 umboð byggja á öll á handverki og lífrænum hráefnum. Salt er reyndar ekki lífrænt en saltið frá Guérande hefur verið unnið á sama náttúrulega háttin í 1500 ár.

Náttúran þakkar Kaju fyrir þessar góðu og persónulegu upplýsingar og óskar henni velfarnaðar.

Ljósmyndir. Efri: Kaja vörur. Neðri: Karen Emilía (Kaja).

 

Birt:
21. apríl 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kaja organic – lífrænt fyrir stórnotendur“, Náttúran.is: 21. apríl 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/21/kaja-organic-lifraent-fyrir-stornotendur/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: