Endurvinnslupokinn er kominn aftur á endurvinnslustöðvar Sorpu. Pokarnir eru úr 85% endurunnu efni og þola allt að 20 kílóa þyngd. Með pokanum fylgir flokkunartafla sem auðveldar íbúum að flokka og skila til endurvinnslu. Þar má líka finna fjögur einföld skref til þess að byrja að flokka heima fyrir.

Á Endurvinnslukortinu og Endurvinnslukorts appinu er hægt að nálgast ókeypis upplýsingar um endurvinnsluflokkana og alla móttökustaði endurvinnanlegs sorps í Reykjavík sem og á ölllu landinu. Sorpa bs er einn af dyggum stuðningasaðilum Náttúrunnar um þróun appsins.

 

Birt:
8. mars 2013
Tilvitnun:
SORPA bs, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Endurvinnslupokinn kominn á endurvinnslustöðvar Sorpu“, Náttúran.is: 8. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/08/endurvinnslupokinn-kominn-endurvinnslutodvar-sorpu/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: