Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi.

Félagsmönnum í Landvernd fjölgaði um rúm 15% starfsárið 2011-2012 og hefur nú þegar fjölgað um svipaða prósentutölu á yfirstandandi starfsári. Síðan um áramót hafa yfir 50 manns skráð sig í samtökin, en heildarfjöldi félagsmanna núna er rúmlega 650.

Þátttaka þín í Landvernd skiptir miklu máli. Það er bæði einfalt og ódýrt að gerast félagi í Landvernd og þátttaka þín skiptir miklu máli fyrir styrk samtakanna.

Fylla út skráningarform á heimasíðu Landverndar til að gerast félagi.

Sjá vef Landverndar.

Sjá Facebooksíðu Landverndar.

Birt:
12. febrúar 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Taktu þátt í Landvernd!“, Náttúran.is: 12. febrúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/02/12/taktu-thatt-i-landvernd/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: