Mjaðurt [Filipendula ulmaria]. Ljósm. Guðrún TryggvadóttirKyngimagnaðar sögur af undrum sem gerast á Jónsmessunótt* er að finna víða í þjóðsögum og hindurvitnum. Flestir kannast við að kýr geti talað mannamál þá nótt og hafa heyrt að gott sé að rúlla sér berstrípuðum úr dögginni á Jónsmessunótt.

Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir m.a.:

„Nokkrar grastegundir skal vera gott að tína á Jónsmessunótt. Þá má nefna mjaðurt** til að vita hver hefur stolið frá manni. Um hana segir svo: tak mjaðurt sjálfa Jónsmessunótt um lágnættið, lát í munnlag með hreint vatn. Fljóti hún, þá er það kvenmaður, sökkvi hún, þá er það drengur. Skugginn sýnir þér, hver maðurinn er. Þar við skal hafa þennan formála: Þjófur, ég stefni þér heim aftur með þann stuld, sem þú stalst frá mér, með svo sterkri stefnu, sem guð sjálfur stefndi Djöflinum úr Paradís í Helvíti“. Tilvitnun lýkur.

*Jónsmessan er þ. 24. júní en sumarsólstöður eru þ. 21. júní í ár kl. 16:38.
**Mjaðurt [Filipendula ulmaria] hefur löngum verið talin góð við magakveisum og ber ljúfan angan. Hún er oft nefnd „magnýl grasalækna“.

 

    Tengdir viðburðir

  • Sumarsólstöður 2015

    Staðsetning
    Óstaðsett
    Hefst
    Sunnudagur 21. júní 2015 00:00
    Lýkur
    Sunnudagur 21. júní 2015 23:59
  • Jónsmessa

    Staðsetning
    Óstaðsett
    Hefst
    Miðvikudagur 24. júní 2015 00:00
    Lýkur
    Miðvikudagur 24. júní 2015 23:59
Birt:
16. júní 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jónsmessan og kyngikrafturinn“, Náttúran.is: 16. júní 2015 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/jonsmessan/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 16. júní 2015

Skilaboð: