sultukrukkurÞrátt fyrir að hafa safnað krukkum frá því snemma í vor virðist aldrei vera til nóg af góðum og fallegum glerkrukkum þegar kemur að því að sulta og sjóða niður að hausti. Verslanir nýta sér þessa óforsjálni okkar mannanna barna og selja tómar glerkrukkur á uppsprengdu verði frá og með ágústbyrjun. Pirrandi að vera boðið upp á að kaupa tómar krukkur á sama verði og stútfullar sultukrukkur í verslunum.

Til að klekkja á óprúttnum verslunareigendum dugir ekkert annað en útsjónarsemi og dugnaður. Sníkja krukkur hér og þar og hreinsa þær vel að fyrri tíðar sið. Sumir leggja mikið uppúr því að merkja krukkurnar og skreyta en aðrir láta nægja að þekkja innihaldið af útlitinu. Helga Sigurðardóttir skrifaði um hreinsun á krukkum og hreinsun á flöskumsem nauðsynlegt er að kynna sér. 

Luiza Klaudia Lárusdóttir lærði aftur á móti nokkuð flókna en góða aðferð frá ömmu sinni til að sótthreinsa krukkur og kennir þá aðferð í myndbandi hér á vefnum.

Hildur Hákonardóttirhefur aðrar hugmyndir um krukkuhreinsun og tekur þessu ekki eins alvarlega og Helga enda skapandi sála sem er alltaf að prófa eitthvað nýtt.

Mikilvægast er að ítrasta hreinlætis sé gætt og vel hreinsaðar brennheitar krukkur séu fylltar af brennheitri sultunni og lokað strax. Gott hefur reynst að lauma frekar grein af fjallagrasagrein til rotvarnar með í krukkuna en að sótthreinsa svo mikið að bragð verði af.

Birt:
3. ágúst 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Krukkur fyrir berjauppskeruna“, Náttúran.is: 3. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2010/08/29/krukkur-fyrir-berjauppskeruna/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. ágúst 2010
breytt: 15. ágúst 2014

Skilaboð: