Náttúran.is býr yfir miklu úrvali af myndefni og textum um náttúru og umhverfi sem henta vel til kennslu á hinum ýmsu skólastigum. Við bjóðum upp á að útbúa sérsniðnar veggmyndir með því mynd- og textaefni sem óskað er eftir. Veggmyndirnar geta verið í þeim stærðum sem henta hverjum og einum. Við bjóðum ferðaþjónustuaðilum og öðrum áhugasömum að fá Græna kortið til dreifingar.

Vorið 2014 sendum við öllum skólum landsins fjögur eintök af Græna Íslandskortinu í prentútgáfu en Mennta- og menningarmálaráðneytiðs styrkti bæði verkefnið og burðarkostnað.

Húsið og umhverfið gagnvirkur upplýsingabanki með fróðleik fyrir alla fjölskylduna um allt sem snertir okkar daglega líf og er tilvalið til notkunar í skólastarfinuHúsið er einnig í app-útgáfu fyrir Android og iOS en þar er einnig að finna leiki, safn yfir merkingar o.fl.

Einnig er hægt að fá kynningar til félaga, fyrirtækja, stofnana og skóla og er kynningin þá sérsniðin að áhugasviði eða þörfum hvers hóps fyrir sig. Vægt gjald er tekið fyrir sérhannað prentað efni og kynningar út um allt land. Hafið samband við nature@nature.is.

Við minnum einnig á að Náttúruspilin eru tilvalið kennslutæki fyrir alla aldurshópa. Vorið 2009 var öllum grunn- og framhaldsskólum í landinu sendur stokkur af Náttúruspilum að gjöf og vorið 2011 öllum leikskólum landsins en Mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði það mögulegt með styrkframlögum.

Nú er einnig hægt að birta hin 52 góðu ráð á Náttúruspilunum á öðrum vefsíðum. Öllum er frjálst að nýta sér þjónustuna án endurgjalds. Sjá nánar um netútgáfuna hér.

Náttúruspil - 52 góð ráð fyrir þig og umhverfið. Panta og fá heimsent hér. Stærð 10,8 x 8 cm. Á íslensku en einnig er hægt að fá 8 af spilunum á ensku. Vinsamlegast hafið samband hér nature@nature.is.

Grænt Íslandskort á annarri hlið og Grænt Reykjavíkurkort á hinni. Stærð 100 x 70 cm. Kortið er bæði á íslensku og ensku. Skrifið okkur á nature@nature.is til að panta kortið.

Grafík: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.

Birt:
27. febrúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fræðsluefni og kynningar“, Náttúran.is: 27. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2010/04/23/fraedsluefni-og-kynningar/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 23. apríl 2010
breytt: 5. ágúst 2015

Skilaboð: