Náttúran.is hefur útfært Náttúruspil - 52 góð ráð fyrir þig og umhverfið í netútgáfu. Þau geta þeir sem vilja sett á vefsíður sínar, án endurgjalds. Til þess þarf að setja inn örítinn kóðabút sem kallar á spilin. Við hverja hleðslu síðunnar er sótt spil út stokknum af handahófi og birt.

Hægt er að stilla af breidd spilsins en hæðin er föst 400 pixel. Til að stilla breiddina er sú tala sem hentar sett í kóðann á báða staðina sem 290 stendur í dæminu að neðan. Þeir sem hafa til þess þekkingu get líka búið sér til AJAX tengingu sem hleður nýju spili á tilteknum fresti. Þeim til upplýsinga er 290 í vefslóðinni breyta sem segir til um breiddina. Ekki er æskilegt að nota meiri breidd en 470 pixel því myndin er gerð í þeirri stærð og gæti orðið óskýr við stækkun.

Nokkuð hefur verið spurt um þennan möguleika og nú er hann orðinn að veruleika sem vonandi getur gagnast og glatt vini náttúrunnar.

Hér er kóðinn á íslensku spilin:

<iframe src="http://www.natturan.is/spilin/290/" width="290" height="400" marginheight="0" marginwidth="0" frameborder="0" scrolling="no"></iframe>

Hér kóðinn á ensku spilin:

<iframe src="http://www.natturan.is/spilin/en/290/" width="290" height="400" marginheight="0" marginwidth="0" frameborder="0" scrolling="no"></iframe>

 

Birt:
23. febrúar 2014
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Náttúruspilin á netinu“, Náttúran.is: 23. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2010/04/27/natturuspilin-netinu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 27. apríl 2010
breytt: 23. mars 2014

Skilaboð: