Sími
Síminn er eitt mikilvægasta hjálpartæki mannsins. Nú eru komnir á markaðinn farsímar sem eru knúnir sólarrafhlöðum og framþróun á farsímamarkaðinum er hröð. Snjallsíminn er orðinn hluti af stafrænum lífsstíl. Snjallsímanotkun er orðin mjög útbreydd í dag og þjónar bæði til upplýsingaöflunar og innkaupa.
Mikilvægt er að velja síma sem hentar manni. Óþarfi er að kaupa síma með möguleikum sem maður kemur aldrei til með að nota.
Ódýrir símar frá viðurkenndum framleiðendum geta verið jafn góðir og rándýrir símar. Spurningin er alltaf á hverju þú þarft að halda. Símar sem seldir eru á Íslandi verða að vera CE-merktir.
Mikilvægt er að koma símunum í endurvinnslu eftir notkun, og gefa öðrum gamla farsímann, sé hann enný á í lagi. Endurnotkun og endurvinnsla eru hér lykilatriði.
Einnig verður að gæta þess að hlaða ekki símana lengur en nauðsyn krefur (láta þá ekki liggja dögum saman í hleðslu). Slíkt sóar rafmagni.
Áður en þú kaupir þér nýjan síma er ráðlegt að athuga hvort að þú þurfir í raun og veru á nýjum sima að halda. Sé eitthvað að rafhlöðunni, má einfaldlega skipta um hana. Þá verður síminn sem nýr.
Það eru einnig til símar með stórum tökkum fyrir sjónskerta og símar með hækkuðum tóni fyrir heyrnardaufa. Allt slíkt þarf að athuga þegar aldurinn færist yfir.
Ekki er æskilegt að mjög ung börn séu með farsíma, nema þá leikfangasíma.
Hvað geislun frá farsímum varðar eru til farsímar sem merktir eru TCO 01 sem þýðir að þeir gefa frá sér minni geislun.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sími“, Náttúran.is: 7. febrúar 2012 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/smi/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. júní 2007
breytt: 13. júní 2014