Náttúran.is lítur á það sem samfélagslega skyldu sína að þróa eins fullkomnar „grænar síður“ fyrir Ísland og mögulegt er. Grænu síðurnar gefi þannig yfirsýn yfir hin fjölmörgu fyrirtæki og stofnanir sem tengjast náttúru og umhverfi á einn eða annan hátt. Grænu síðurnar tengja viðmið og vottanir við fyrirtæki og vörur og gefa hinum almenna neytanda möguleika á að beina viðskiptum sínum þangað sem honum finnst vera stunduð fyrirmyndar starfsemi. Grænar síður eru liður í að gera eftirfarandi markmið Náttúrunnar er ehf. að veruleika:

  • Að þróa tæknilegar lausnir að samskiptaveröld sem getur tengt á milli þátta sem annars hafa aðeins huglæga eða óbeina tengingu
  • Að auka veg íslenskrar náttúru og náttúruafurða í landkynningarlegu tilliti
  • Að efla atvinnutækifæri henni tengdri um allt land og á öllum sviðum
  • Að efla þátttöku sem flestra í umhverfimeðvituðum lifnaðarháttum og neyslu sem er síður mengandi eða skaðleg en önnur

Á grænum síðum eru upplýsingar um fyrirtæki og stofnanir sem uppfylla eftirfarandi skilyrði eða stunda eftirtalda starfsemi:

  • Hafa umhverfisvottun (vottun þriðja aðila) fyrir framleiðslu sína eða starfsemi
  • Eru seljendur umhverfis- og/eða sanngirnisvottaðrar vöru
  • Hafa opinbera umhverfisstefnu
  • Hafa fengið umhverfisviðurkenningu
  • Halda grænt bókhald
  • Eru eftirlitsaðilar, matsaðilar eða stofnanir
  • Eru í ferli til að fá vottun
  • Selja umhverfisvottaðar vörur
  • Bjóða þjónustu tengda náttúru og/eða umhverfi
  • Stunda sjálfbæra starfsemi
  • Eru framleiðendur/innflytjendur náttúrulegrar framleiðslu og/eða heilsuvöru

Ekkert gjald er tekið fyrir grunnskráningu á grænar síður en hægt er að bæta ítarupplýsingum við skráninguna gegn hóflegu skráningargjaldi til eins árs í senn. Vottanir og aðrar ítarupplýsingar þurfa að vera byggðar á kröfum og skilyrðum tiltekinna vottunaraðila og vera óvéfengjanlegar. Náttúran áskilur sér rétt til að kynna sér réttmæti innsendra upplýsinga og vinnur í þeim tilfellum með viðkomandi vottunar- og eftirlitsaðilum.

Rúmlega tvöþúsund fyrirtæki og aðilar eru nú þegar skráð á Grænar síður en þ. 1. júní 2010 var sendur út netpóstur til allra skráðra aðila með lykilorði og leiðbeiningum um hvernig hægt er að fara yfir skráninguna og bæta við ítarskráningum gegn vægu gjaldi. Ef þú ert í forsvari fyrir fyrirtæki og hefur áhuga á að fá skráningu á síðurnar á þeim forsendum sem settar eru um skráningar* þá hafði samband í síma 483 1500 eða skrifaðu okkur á nature@nature.is.

Grænar síður eru grunnurinn fyrir Græna Íslandskortið en það er ókeypis samfélagsleg þjónusta, Green Map flokkunarkerfisins, alþjóðlegs flokkunarkerfis Green Map® System til að skilgreina aðila/fyrirbæri í flokka sem talist geta hluti af grænum viðskiptum, menningu, náttúrunni og umhverfinu.

*Sjá nánar um Grænar síður Náttúrunnar.

Grænar síður™ er skrásett vörumerki í eigu Náttúran er ehf.

Birt:
2. janúar 2012
Höfundur:
Náttúran
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran „Grænu síðurnar“, Náttúran.is: 2. janúar 2012 URL: http://nature.is/d/2008/10/29/graenu-siournar/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. október 2008
breytt: 2. janúar 2012

Skilaboð: