Grænar síður vísa veginn að fyrirtækjum með umhverfismetnað
Grænar síður™ veita yfirsýn yfir þau fyrirtæki, stofnanir, vörur og einstaka viðfangsefni sem tengjast umhverfisvitund og sjálfbærri þróun á einhvern hátt. Þú finnur ekki einungis hver er með vottun eða hefur eitthvað fram að færa á sviði umhverfisvænna starfshátta heldur tengist lesefni af síðunni við tiltekinn aðila. Gefðu þér góðan tíma til að grúska í Grænu síðunum hér á vefnum því af nógu er að taka.
Rúmlega tvöþúsund fyrirtæki og aðilar eru nú þegar skráð á Grænar síður. Skráðir aðilar fá lykilorði og leiðbeiningar um hvernig hægt er að fara yfir skráninguna og bæta við ítarskráningum gegn vægu gjaldi. Ef þú ert í forsvari fyrir fyrirtæki og hefur áhuga á að fá skráningu á síðurnar á þeim forsendum sem settar eru um skráningar* þá hafði samband í síma 483 1500 eða skrifaðu okkur á nature@nature.is.
Grænar síður eru grunnurinn fyrir Græna Íslandskortið en það er ókeypis samfélagsleg þjónusta, Green Map flokkunarkerfisins, alþjóðlegs flokkunarkerfis Green Map® System til að skilgreina aðila/fyrirbæri í flokka sem talist geta hluti af grænum viðskiptum, menningu, náttúrunni og umhverfinu.
Birt:
Tilvitnun:
Náttúran er „Grænar síður vísa veginn að fyrirtækjum með umhverfismetnað“, Náttúran.is: 14. janúar 2012 URL: http://nature.is/d/2008/02/07/graenar-siour-visa-veginn-ao-umhverfismeovituoum-f/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. febrúar 2008
breytt: 14. janúar 2012