Kolefnisvottaðir hamborgarar - Svíþjóð
Loftslagsbreytingar eru komnar á matseðilinn - CO2 merktir hamborgarar
Max hamborgarastaðirnir (Max) eru veitingahúsakeðja sem nær til allrar Svíþjóðar og hóf hún starfsemi 1968. Hún er önnur stærsta hamborgarakeðjan í Svíþjóð og rak 67 veitingahús árið 2008.
Max hefur lengi starfað að því að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar og nýjasta nýjungin er að merkja kolefnisnotkun matarins og að kolefnisjafna matinn. Max varð fyrsta hamborgarakeðja heims til að reikna út kolefnislosun allrar vörulínu sinnar. Þetta var gert með aðstoð samtaka sem starfa á hagnaðarlausum grunni og eru sérhæfð í sjálfbærri þróun sem kalla sig, Hið náttúrulega skref (sjá vef The Natural Step).
Að reikna út losunina var auðveldara en hjá veitingastöðum sem eru opnir í hádeginu og eru sífellt að breyta um matseðil, þar sem matseðillinn er sá sami frá degi til dags. Max deildi upplýsingum um kolefnislosun með viðskiptavinum sínum, með því að merkja greinilega kolefnislosun vegna mismunandi vöru á matseðlinum.
Markmið þessarar aðgerðar var að hvetja viðskiptavini almennt til að velja valkosti sem eru góðir fyrir loftslag Jarðar og fá þá til að hugsa um áhrif fæðuframleiðslu til loftslagsbreytinga almennt séð. Þetta er mikilvægt þar sem viðskiptavinir hamborgarastaða eru ekki endilega þeir sem eru hvað hlynntastir umhverfisvernd.
Heildar kolefnisfótspor allra Max hamborgarastaða var metið sem samsvarandi u.þ.b. 27.000 tonnum af koltvíoxíði á ári. Um 70 prósent af heildarlosuninni verður til við framleiðslu á nautakjöti. Fyrirtækið jafnar síðan út kolefnislosun sína með því að gróðursetja tré í Afríku.
Losunin umreiknast yfir í u.þ.b. 89.000 tré sem eru gróðursett á hverju ári, sem jafngildir svæði sem nær yfir 890 fótboltavelli. Það að nota tré til að jafna út kolefnislosunina, veitir viðskiptavinum staðarins skiljanlegar upplýsingar um hvað kolefnisígildi merkja í raun og veru.
Fyrirtækið hefur einnig sett fram útreikninga á heimalöguðum mat, og nokkrir hefðbundnir sænskir heimilisréttir voru greindir til að skaða viðmiðun sem hægt væri að nota til að bera loftslagsáhrif Max vörulínunnar saman við.
Niðurstaðan er sú að heimalagaður matur losar álíka mikið af kolefni og hefðbundnir Max hamborgararéttir.
Auk þess að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum hefur fyrirtækið náð öðrum áföngum í umhverfismálum:
- Allir hamborgarastaðirnir eru knúnir áfram með 100% vindorku
- Allir nýir hamborgarastaðir eru útbúnir með lágorku LED-lýsingu í staðinn fyri rneonljós.
- Öll farartæki fyrirtækisins eru umhverfisvæn.
- Max hefur opnað heimsins fyrsta hamborgarastað fyrir þá sem aka um á reiðhjólum.-
- Allir hamborgarastaðirnir endurvinna pappa og rafmagnsbúnað
- Einungis umhverfisvottaður fiskur er á matseðlinum
- Allir starfsmenn fá þjálfun hjá Umhverfisskóla Max
Áhrif verkefnisins á loftslagsbreytingar hefur verið metið og niðurstöðurnar eru eftirfarandi:
- Það var 15% hlutfallsleg aukning í sölu á loftslagsvænum réttum á matseðlinum.
- Hugmyndir viðskiptavina Max um umhverfisvernd urðu jákvæðar í hópi sem óx úr 3% upp í 11% (bara meðal Svía) og frá 5% upp í 15% (allir viðskiptavinir Max).
- Max hefur fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum sem hefur mikið almannatengslagildi: Nokkur verðlaun voru veitt fyrirtækinu, 131 greinar voru skrifaðar af blaðamönnum, og það voru um 80 beiðnir til stjórnenda fyrirtækisins um að halda mikilvæga fyrirlestra á fundum og ráðstefnum um mat og sjálfbærni.
- Staða fyrirtækisins á markaði batnaði og rannsókn sýndi að sá fjöldi viðskiptavina sem lítur á Max sem fyrsta valkostinn í skyndibitafæði jókst úr 18% árið 2007 í 21% árið 2008 (sem er hærra hlutfall en hjá McDonalds). (Það er ekki ljóst hvort loftslagsverkefni fyrirtækisins er eina ástæðan fyrir aukningunni).
Enn frekari upplýsingar
Max og loftslagsverkefnið www.max.se/en/environment.aspx
Kolefnisjöfnun alls matseðilsins (á sænsku):http://www.max.se/ klimatdeklaration.aspx
Birt:
Tilvitnun:
Norræna ráðherranefndin „Kolefnisvottaðir hamborgarar - Svíþjóð“, Náttúran.is: 29. október 2011 URL: http://nature.is/d/2011/10/29/kolefnisvottadir-hamborgarar-svithjod/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.