Green Drinks eða „Grænir drykkir“ er alþjóðlegt óformlegt samfélag sem starfar óhefðbundið í yfir 500 borgum um allan heim. Grænir drykkir hafa það að markmiði að fólk með áhuga á umhverfismálum hittist og efli með sér tengsl til að vinna að grænum og góðum málefnum. Jafnt áhugafólks sem fagaðilar hvort sem þeir eru íslendingar eða annars staðar að úr heiminum eru velkomnir í hópinn. Margir hafa myndað tengls og jafnvel fundið sér starfsvettvang innan umhverfistengdra fyrirtækja, samtaka með þátttöku á samdrykkju með grændrykkjufélögum um allan heim.

Á sl. rúmu ári hefur verið boðað til grænnar samdrykkju, mánaðarlega, víðs vegar um bæinn, og er fólk hvatt til að mæta og taka þátt í þessum skemmtilegu hittingum. Litli bóndabærinn, litið lífrænt kaffihús við Laugavegi 41 hefur verið fundarstaður grændrykkjafélaga á undanförnum mánuðum. Stefnt er að hittast þar kl. 18:00 miðvikudaginn 26. október og skeggræða í um þriggja klukkustunda skeið eða svo.

Sjá facebooksíðu Green Drinks Reykjavík og láttu vita hvort þú mætir.

Sjá alþjóðlegan vef Green Drinks.

Fjöldi skemmtilegra merkja og myndefnis hefur verið unnið til að vekja athygli á Grænum drykkjum um allan heim. Mynd: Merki Green Drinks Reykjavík.

Birt:
25. október 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grændrykkjahittingur í Litla bóndabænum “, Náttúran.is: 25. október 2011 URL: http://nature.is/d/2011/10/25/graendrykkjahittingur-i-litla-bondabaenum/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 26. október 2011

Skilaboð: