Uppeldi fyrir umhverfið á Náttúrumarkaði
Fyrir síðustu jól kom út bókin „Uppeldi fyrir umhverfið“ eftir Susannah Marriott hjá Bókaútgáfunni Sölku en þau Gunnar Sigvaldason og Katrín Jakobsdóttir, nú menntamálaráðherra, þþddu bókina í sumarfríinu sínu á sl. ári. Bókin kom fyrst út á Stóra Bretlandi og heitir „Green babycare“ á frummálinu.
Bókin er vel hönnuð og aðgengileg, góð „handbók fyrir ný bakaða foreldra, ömmur og afa og aðra uppalendur“ auk þess sem hún er ágætis umhverfisfræðslurit fyrir fólk á öllum aldri. Á síðum bókarinnar má bæði fræðast um heim sem ógnað er af lofslagsbreytingum og umhverfismengun og fá góð ráð fyrir litlu hlutina í lífinu, þ.e. það sem sný r að ákvörðunum sem við stöndum frammi fyrir dag hvern. Leitast er við að skýra hvað „grænt“ þýðir eiginlega og hvaða munur er á „ljósgrænum, grænum og dökkgrænum“ leikföngum svo dæmi sé tekið.
Hugtakið „grænt“ má þó að sjálfsögðu taka lengra og skýra betur hvaða viðmið eru til í því sambandi eins og að kynna betur t.d. umverfismerkingar og lífrænar merkingar en vel er farið í að útskýra sanngirnisvottun/Fair Trade og hvernig hægt er að vera á varðbergi gagnvart misjafnlega skaðlegum aukaefnum í ýmsum varningi. Í stuttu máli má segja að bókin sé skrifuð „á mannamáli“ og til að koma ákveðinni hugmyndafræði í gegn frekar en að koma með nákvæmar upplýsingar um vottanir og viðmið. Uppeldi fyrir umhverfið höfðar beint til almennrar skynsemi sem því miður hefur orðið undir í hraðri þróun á tískuvörum fyrir börn á undanförnum árum og áratugum.
Skoða og kaupa Uppeldi fyrir umhverfið hér á Náttúrumarkaði.
Ef þú ert að versla í fyrsta skipti hér á vefnum þá skoðaðu hvernig búðin virkar.
Bókin er prentuð á FSC vottaðan pappír sem unnin er úr sjálfbærum skógum og fylgir því hugmyndafræði sinni um umhverfisvæni vel eftir.
Hér á vefnum fylgja vottanir ætíð vörum og fyrirtækjum sem unnið hafa til þeirra. Sjá nánar um FSC-Forest Stewardship Council vottun.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Uppeldi fyrir umhverfið á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 13. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/04/uppeldi-fyrir-umhverfio-natturumarkaoi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 4. febrúar 2009
breytt: 13. nóvember 2011