hreinlætisvörur hreinlætisvörur kaffivél örbylgjuofn frystivara kælivara eldhúsborð eldhúsborð vaskur blóm vefnaðarvörur frystir ísskápur uppþvottur bakaraofn og vifta bökunarofn og vifta hreinlætisvörur blöndunartæki rafmagnsinnstunga matvinnsluvél kryddhilla eldhúsinnrétting brauð pottar og pönnur þurrvara kaffi & te matreiðslubók

Plöntur eru ýmist villtar eða framleiddar, þ.e. komið á legg með sáningu fræja eða gróðursetningu t.a.m. stiklinga. Þær jurtir sem eru á boðstólum hérlendis eru ýmist villtar, fluttar inn eða framleiddar hérlendis. Eftirlit með innflutningi fræja, lifandi jurta, afskorinna blóma og áburðar er á höndum Matvælatofnunar. Hlutverk stofnunarinnar er að hindra að sjúkdómar eða meindýr sem berist til landsins gætu valdið tjóni á innlendri plönturæktun. Lífræn fræ og lífrænt ræktaðar plöntur er nú hægt að fá frá mörgum framleiðendum og eftirspurnin eykst stöðugt.

Lífræn ræktun byggist á því að ekki eru notuð lyf og varnarefni í jarðveginn og einungis er notaður lífrænn áburður. Umhverfisáhrif slíkrar framleiðslu eru mun jákvæðari en við hefðbundna ræktun. Vottunarstofan Tún er meðlimur í IFOAM og sér um að taka út lífræna vottun á landsvæðum og ræktun hér á landi.

Skilda er að merkja og upplýsa neytendur hvort um erfðabreytt fræ sé að ræða.

Grafik: Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.

Birt:
24. mars 2013
Höfundur:
Náttúran
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran „Plöntur og fræ“, Náttúran.is: 24. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2008/05/15/plontur-og-frae/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 15. maí 2008
breytt: 24. mars 2013

Skilaboð: