Ólafsdalsfélagið býður upp á áhugaverð námskeið sem munu fara fram í Ólafsdal við Gilsfjörð og í nágrenni hans - í ágúst og september n.k. Námskeiðin fjögur fjalla ýmist um lífrænt ræktað grænmeti, ostagerð, sushi/söl/þara eða torf- og grjóthleðslu. Í öllum námskeiðunum er fléttað inn kynningum á hugmyndum Slowfoodhreyfingarinnar og um Ólafsdalsskólann á 19. öld. Inn fléttast lífræni matjurtagarðurinn í Ólafsdal, hráefni til ostagerðar úr nágrenninu (kýr, sauðfé og geitur),  fjaran í Tjaldanesi og torf/grjótgarðar og veggir sem hlaðnir voru á sínum tíma í Ólafsdal. Meðal leiðbeinenda eru Dominique Pledel, Rúnar Marvinsson, Jóhanna Þorvaldsdóttir, Sigríður Jörundsdóttir, Elsa Dórothea Gísladóttir, Eggert Antonsson og Ari Jóhannesson.

Námskeiðin eru unnin í samvinnu við Vaxtarsamning Vesturlands, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Dalabyggð og Reykhólahrepp, Þörungaverksmiðjuna, Þjóðfræðisetur og Slowfood Reykjavík og Matur-saga-menning.  Nánari upplýsingar á www.olafsdalur.is og á vefsíðum samstarfsaðila, skráning á olafsdalur@gmail.is.

Ljósmynd: Gamla skólabyggingin í Ólafsdal, nýuppgerð.

Birt:
6. ágúst 2011
Tilvitnun:
Þóra Sigurðardóttir „Sushi, söl, geitaostur og hlaðnir garðar - námskeið í Ólafsdal við Gilsfjörð“, Náttúran.is: 6. ágúst 2011 URL: http://nature.is/d/2011/07/27/sushi-sol-geitaostur-og-hladnir-gardar-namskeid-i-/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 27. júlí 2011
breytt: 8. ágúst 2014

Skilaboð: