Til eru vörumerkingar frá landssamtökum astma- og ofnæmissjúklinga á Norðurlöndunum* sem eru á samþykktum vörum í viðkomandi landi. Óþol, ofurviðkvæmni og ofnæmi eru viðbrögð líkamans við efnum sem annað fólk þolir að öllu jöfnu. Stundum þarf ekki nema litla skammta, jafnvel nægir lykt til þess að framkalla ofnæmisviðbrögð líkamans. Í fjölmörgum hreinlætisvörum og smyrslum eru ilmefni sem valdið geta viðbrögðum hjá ofnæmissjúklingum.
Einnig eru fáanlegar ryksugur með sérstökum hágæða síum sem henta ofnæmissjúklingum.

*Sjá dæmi um vöru merktri Astma- og ofnæmissamtökunum.

Grafík: Tákn sem notað er eingöngu hér á vefnum þegar fjallað er um ofnæmi almennt ©Náttúran.is.

Birt:
24. nóvember 2012
Höfundur:
Finnur Sveinsson
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Finnur Sveinsson „Ofnæmi - viðmið“, Náttúran.is: 24. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2007/05/08/ofnmi-vimi/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 8. maí 2007
breytt: 24. nóvember 2012

Skilaboð: