Sérferðir fá Bláfánaveifuna
Hvalaskoðunarfyrirtækið Sérferðir ehf / Special Tours fékk á dögunum leyft til að flagga Bláfánaveifu og hefur að því tilefni undirritað yfirlýsingu um vistvæna starfshætti og góða umgengni á sjó og við höfnina í Reykjavík.
Bláfáninn (Blue Flag) er umhverfismerki sem úthlutað er þeim smábátahöfnum og baðströndum sem uppfylla ákveðin skilyrði sem miða að því að auka umhverfisgæði og umhverfisvitund gesta staðanna.
Landvernd hefur umsjón með Bláfánanum á Íslandi, en verkefnið er hluti af alþjóðlega verkefninu Fee-Foundation for Environmental Education.
Ljósmynd: Sigrún Pálsdóttir frá Landvernd við afhendingu Bláfánaveifunnar til forsvarsmanna Sérferða.
Birt:
1. júlí 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sérferðir fá Bláfánaveifuna“, Náttúran.is: 1. júlí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/07/01/serferdir-fa-blafanaveifuna/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.