Endurvinnsla
Það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða rusl er í dag hráefni eða auðlind fyrir aðra framleiðslu. Úrgangur og rusl er ekkert annað en auðlind á villigötum. Næstum allt er hægt að endurnota eða endurvinna en best er að forðast að kaupa „rusl“. Flest sveitarfélög taka á móti helstu endurvinnsluflokkum og er þar stuðst við Fenúrflokkana. Með skipulagi heimafyrir getur flokkunin verið skemmtileg fyrir alla fjölskyldumeðlimi og skilagjald á áldósum og gosflöskum getur verið góð tekjulind fyrir börnin á heimilinu.
Sjá meira um endurvinnslu hér í Húsið og umhverfið / Garðurinn - Endurvinnsla og um þjónustuaðila einstakra endurvinnsluflokka hér á Grænum síðum og Endurvinnslukortið sem sýnir móttökustaði endurvinnanlegs sorps á landinu öllu.
Birt:
Tilvitnun:
Náttúran er „Endurvinnsla“, Náttúran.is: 18. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2008/04/28/endurvinnsla/ [Skoðað:3. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. apríl 2008
breytt: 18. apríl 2010