}

Fundur fólksins

Staðsetning
Norræna húsið
Hefst
Fimmtudagur 11. júní 2015 12:00
Lýkur
Laugardagur 13. júní 2015 18:00
Lýsing

Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu.

Sjá dagskrá allra daganna.

Facebook
sjá viðburð
til baka sjá mánuð

Tengt efni

Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu.

Fjöldi atriða fjalla um umhverfistengd málefni en sérstaklega á föstudeginum 12. júní.

Dagskrá föstudagsins 12. júní 2015:


09:00 – 10:00 – Stand up for truth! Morgunverðarfundur um uppljóstranir. Hátíðarsalur Norræna hússins. Kristinn Rafnsson ræðir við Norman Solomon.

09:00 – 12:00 – Heldri borgarar bjóða upp á kaffi og kleinur. Stjórnmálabúðir.

11:00 – 12:00 – Umhverfi og samfélag. Hátíðarsalur Norræna hússins. Umræður um jarðveg, loftslagsmál og náttúrugæði af mannavöldum. Andri Snær Magnason stýrir umræðum.

11:00 – 12:30 – Formbreyting upplýsinga. Kjallari Norræna hússins. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur fjallar um formbreytingu upplýsinga frá prenti til stafrænna forma, hlutverk ríkisins og hvað einkennir upplýsingasamfélag framtíðarinnar. Halldór Auðar Svansson fjallar um upplýsingastefnu borgarinnar.

12:00 – 13:00 – Verndun miðhálendisins. Hátíðarsalur Norræna hússins. Landvernd býður til umræðu um verndun hálendisins og kynnir niðurstöður málþings Landverndar sem haldið var 16. apríl síðastliðinn.

12:00 – 15:00 – Kjörnir fulltrúar taka á móti gestum. Stjórnmálabúðir. Kjörið tækifæri fyrir alla að kynnast þingmönnum okkar.

13:10 – 13:30 – Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Útisvæðið. Þeir aðilar sem tilnefndir eru til verðlaunanna kynna verkefni sín og Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir frá því hvers vegna Reykjavíkurborg hlaut verðlaunin árið 2014.

13:00 – 14:00 – Ekkert hatur – orð hafa ábyrgð. Hátíðarsalur Norræna hússins. Fulltrúar samtakanna Heimili og skóli bjóða til umræðu um hvernig best er að stuðla að opnara og betra samfélagi þar sem hatursáróður fær ekki að þrífast.

13:00 – 14:00 – Hvaða máli skiptir móðurmálið? Fundarherbergi Norræna hússins. Mikilvægi viðurkenningar á móðurmáli barna af erlendum uppruna.

14:00 – 15:00 – Hverjar eru skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga? Hátíðarsalur Norræna hússins.
Fjölmiðlanefnd stendur fyrir málstofunni. Þátttakendur eru; Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og fyrrv. mennta- og menningarmálaráðherra, Finnur Beck, formaður nefndar mennta- og menningarmálaráðherra um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga sem skilaði tillögum 2013, Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, og Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, lögfræðingur fjölmiðlanefndar. Málstofustjóri verður Arna Schram, nefndarmaður í fjölmiðlanefnd.

14:00 – 15:00 – Svavar Knútur. Útisvæðið. Svavar Knútur, tónlistarmaður, kemur fram á sviðinu á útisvæðinu.

14:00 – 15:00 – Trúnó á fundi fólksins. Kjallari Norræna hússins. Ilmur Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar fer á trúnó með gestum um velferðarmál.

14:00 – 17:00 – Allt sem þú vildir vita um ESB en þorðir ekki að spyrja. Fundarherbergi Norræna hússins. Hnitmiðað námskeið um ESB sem er skipt upp í tvo hluta: saga og uppbygging/stefna og hlutverk. Kennarar eru Eiríkur Bergmann og Magnús Árni Skjöld Magnússon.

14:00 – Geta Norðurlöndin reddað heiminum frá loftslagshörmungum? Norræna tjaldið. Svandís Svavarsdóttir alþingismaður og fleiri. Tryggvi Felixson, ráðgjafi hjá Norðurlandaráði, opnar og stýrir umræðum.

14:30 – 15:30 – Pírataskólinn. Gróðurhúsið. Liðsmenn Pírata hafa umsjón með dagskrá.

14:30 – 15:30 – Stefnumót við VG. Kjallari Norræna hússins. Kíktu á Vinstri græn og spurðu þingmenn hreyfingarinnar spjörunum úr.

14:40 – Bætum heilsuna með samstarfi við grannlöndin – tillögur Könbergs. Norræna tjaldið. Jóhann María Sigmundsdóttir alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði og Guðbjartur Hannesson, alþingismaður og varaforseti Norðurlandaráðs. Geir Oddsson ráðgjafi hjá Norræna ráðherraráðinu opnar og stýrir umræðum.

15:00 – 16:00 – Sveitastjórnarfulltrúar taka á móti gestum. Stjórnmálabúðir. Kynnist sveitastjórnarfulltrúum!

15:00 – 17:00 – Mikilvægi félagasamtaka. Hátíðarsalur Norræna hússins. Umræða um virði frjálsra félagasamtaka í samfélagsumræðunni og sem þrýstiafl.

15:30 – 17:00 – Nýjar bækur um þjóðmál. Kjallari Norræna hússins. Bókaspjall um nýjar, íslenskar bækur um þjóðmál. Rætt verður við: Björn Þorláksson (Mannorðsmorðingjar?), Eggert Skúlason (Andersenskjölin) og Héðin Unnsteinsson (Vertu úlfur). Fundarstjóri: Helgi Seljan, fjölmiðlamaður á RÚV.

15:30 – Allt í hring! Lífhagkerfið er framtíðin! Norræna tjaldið. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði. Geir Oddsson, ráðgjafi hjá Norræna ráðherraráðinu, opnar og stýrir umræðum.

16:00 – Gildin í náttúrunni – virðing og vinsemd. Norræna tjaldið. Gunnar Hersveinn segir frá.

16:30 – Norrænn málskilningur – skiptir hann máli? Norræna tjaldið. Björg Eva Erlendsdóttir, formaður Norræna félagsins í Reykjavík.

17:00 – 18:00 – Ungt fólk og Norðurslóðir. Kjallari Norræna hússins. Málþing Norðurslóðaseturs.

17:00 – 18:30 – 100 ára kosningaafmæli kvenna. Hátíðarsalur Norræna hússins.

18:00 – 19:00 – Baráttusöngvarnir! Kjallari Norræna hússins. Félagar í VG syngja baráttusöngva! Allir velkomnir.

18:00 – 20:00 – Konur fagna 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna. Stjórnmálabúðir.

19:00 – 21:00 – Diskósúpa. Útisvæðið. Ungliðahreyfing Slow Food og Vinstri grænna standa fyrir diskósúpu.

20:00 – 21:00 – Opið hús hjá ungliðahreyfingum. Stjórnmálabúðir.

20:00 – 22:00 – Á norrænum nótum, vísnasöngur og spé. Norræna tjaldið. Aðalsteinn Ásberg og Ása Aðalsteinsdóttir syngja norræn vísnalög. Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir syngja Norræna slagara. Ari Eldjárn fer með norrænt spé.

20:30 – 22:30 – Kvikmyndin Blueberry Soup. Hátíðarsalur Norræna hússins. Stjórnarskrárfélagið og Píratar standa sameiginlega að sýningu heimildarmyndarinnar Blueberry Soup sem var tekin hér á landi. Myndin er á ensku og án þýðingartexta. Umræður um efni myndarinnar við leikstjórann Eileen Jerrett strax á eftir sýningu hennar. Þau Andri Snær Magnason, Katrín Oddsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Svavar Knútur taka þátt í umræðunum.

21:00 – 22:00 – 3 basískar, tónlistaratriði. Útisvæðið.

21:30 – 22:00 – Ástin og leigumarkaðurinn. Kjallari Norræna hússins. Þær stöllur, Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir fá til sín góðan gest og ræða pólitísk málefni líðandi stundar.

Dagskrá (með fyrirvara um breytingar):
Þátttaka alþingsmanna er með fyrirvara um skyndilegar breytingar í dagskrá Alþingis.

Sjá dagskrá allra daganna þriggja á nordichouse.is

 

Birt:
9. júní 2015
Uppruni:
Norræna húsið
Tilvitnun:
Norræna húsið, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fundur fólksins og umhverfismálin“, Náttúran.is: 9. júní 2015 URL: http://nature.is/d/2015/06/09/fundur-folksins-og-umhverfismalin/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 11. júní 2015

Nýtt efni:

Veður frá windyty.com

Skilaboð: