}

Málþing um Hekluskóga

Staðsetning
Gunnarsholt
Hefst
Fimmtudagur 16. apríl 2015 11:00
Lýkur
Fimmtudagur 16. apríl 2015 16:00
til baka sjá mánuð

Tengt efni

Hekla. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hekluskógar bjóða til málþings í Frægarði í Gunnarsholti 16. apríl kl. 11 til 16. Hekluskógar hafa starfað að endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu frá árinu árið 2007 og hefur mikið áunnist í uppgræðslu og ræktun birkilunda frá því að verkefnið hófst. Á málþinginu verður farið yfir stöðu verkefnisins, þann árangur sem náðst hefur og framtíðarhorfur verkefnisins á hinu víðfeðma starfsvæði Hekluskóga. Einnig verður fjallað um rannsóknaverkefni sem unnin hafa verið á starfsvæði verkefnisins og helstu niðurstöður þeirra. Boðið verður upp á súpu og brauð í hádeginu. Skráning á ráðstefnuna fer fram í tölvupósti til Eddu Linn Rise á netfangið eddalinn@land.is  Þátttakendur eru beðnir að skrá sig sem fyrst.

Dagskrá
11:00 Gestir boðnir velkomnir í Gunnarsholt. Sveinn Runólfsson.
11:10 Endurheimt vistkerfa - hvers vegna, hver og hvernig? Björn H. Barkarson.
11:25 Hvað hefur gerst og við hverju má búast eftir gjóskugos? Friðþór S. Sigumundsson.
11:45 Uppgræðsla Landgræðslunnar á Hekluskógasvæðinu. Sveinn Runólfsson.
12:00 Súpa og brauð í Gunnarsholti.
12:45 Eyðing og útbreiðsla birkiskóga. Friðþór Sófus Sigurmundsson.
13:05 Hekluskógaverkefnið – saga, aðferðir, framkvæmdir, árangur og framtíð. Hreinn Óskarsson.
13:35 Kortlagning framkvæmda. Ívar Örn Þrastarson.
13:50 Reynslusaga landeiganda. Sveinn Sigurjónsson á Galtalæk II. Rannsóknir á Hekluskógasvæðinu 14:05 Yfirlit yfir rannsóknir á Hekluskógasvæðinu. Ása Aradóttir og Guðmundur Halldórsson.
14:25 Birkiskógarnir breiðast út að nýju! Björn Traustason.
14:45 Líffræðilegur fjölbreytileiki í Hekluskógum: Hlutverk jarðvegseyðingar og framvindu. Heiða Gehringer.
15:00 Sandburður á Hekluskógasvæðinu. Elín Fjóla Þórarinsdóttir.
15:15 Lífrænn áburður og belgjurtir. Magnús H. Jóhannsson.
15:30 Umræður.
16:00 Ráðstefnulok.


Málþingsstjóri Björn B. Jónsson

Birt:
13. apríl 2015
Tilvitnun:
Landgræðsla ríkisins „Málþing um Hekluskóga“, Náttúran.is: 13. apríl 2015 URL: http://nature.is/d/2015/04/13/malthing-um-hekluskoga/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Nýtt efni:

Veður frá windyty.com

Skilaboð: