}

Vistferilshugsun á Norðurslóðum

Staðsetning
Hagatorg
Hefst
Fimmtudagur 02. október 2014 09:00
Lýkur
Föstudagur 03. október 2014 19:00
til baka sjá mánuð

Tengt efni

Þann 2. - 3. október 2014 verður haldin alþjóðleg ráðstefna á vegum Norræna samstarfsvettvangsins um vistferilsgreiningar (NorLCA) á Hótel Sögu í Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er að þessu sinni "Global Sustainability Challenges - Northern Approaches", eða "Áskoranir á sviði sjálfbærni - norðlægar nálganir". Dagskrá ráðstefnunnar má finna á vefsíðu hennar, www.norlca.org

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verður Michael Hauschild, prófessor við DTU háskólann, en hann er meðal fremstu sérfræðinga heims á sviði vistferilshugsunar og hefur m.a. starfað sem ráðgjafi Evrópsku framkvæmdarstjórnarinnar á þessu sviði og stýrt nokkrum nefndum á vegum umhverfisáætlunar Sameinuðuþjóðanna (UNEP). Hann mun halda fyrirlestur um "eco-efficiency" og "eco-effectiveness", og fjalla um notagildi og takmarkanir vistferilsgreininga í því samhengi. Meðal annarra fyrirlesara á ráðstefnunni verða Mikael Ekhagen, umhverfisráðgjafi sænska orkufyritækisins Vattenfall AB, og Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, auk fjölda annarra sem halda munu erindi á sviði vistferilshugsunar.

Norræni samstarfsvettvangurinn um vistferilsgreiningar (NorLCA) var stofnaður árið 2004 með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni. NorLCA fagnar því 10 ára afmæli með ráðstefnunni í Reykjavík, og hefur EFLA verkfræðistofa verið í stjórn samstarfsvettvangsins og aðili frá upphafi.  Aðrir sem að undirbúningi ráðstefnunnar hafa komið auk EFLU verkfræðistofu eru Landsnet, Landsvirkjun, Vistbyggðarráð, Háskóli Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Danmarks Tekniske Universitet (DTU).

Mikil framþróun hefur orðið í vistferilshugsun hér á landi seinustu ár og hafa fjölmargar vistferilsgreiningar verið unnar  á Íslandi fyrir atvinnulífið og hið opinbera. Má sem dæmi nefna vistferilsgreiningar (LCA) fyrir vatnsaflsvirkjanir, flutningskerfi raforku (háspennulínur og jarðstrengi) og samgöngukerfi (vegi og brýr) sem EFLA verkfræðistofa hefur unnið að, en einnig hefur Háskóli Íslands staðið að kennslu í gerð vistferilsgreininga undanfarin ár. Markmið vistferilshugsunar er að meta á sem raunsæastan hátt möguleg umhverfisáhrif sem að tiltekin vara eða þjónusta getur haft í för með sér, frá "vöggu til grafar" eða yfir allan lífsferilinn. Slíkar upplýsingar má nota m.a í vöruþróun og sem grundvöll fyrir umhverfismerkingu á vörur og þjónustu.  Markmið ráðstefnunnar er að skapa öflugan þekkingargrunn, styrkja umræðuna um vistferilshugsun og örva þekkingartengsl á Norðurslóðum.

Dagskrá ráðstefnunnar.

Birt:
24. september 2014
Höfundur:
Vistbyggðarráð
Tilvitnun:
Vistbyggðarráð „Vistferilshugsun á Norðurslóðum“, Náttúran.is: 24. september 2014 URL: http://nature.is/d/2014/09/24/vistferilshugsun-nordurslodum/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Nýtt efni:

Veður frá windyty.com

Skilaboð: