Nýr skattur, kolefnisskattur, verður lagður á jarðefnaeldsneyti nái tillögur starfshóps fjármálaráðherra fram að ganga. Fjárhæð kolefnisskattsins verði 5,57 krónur á hvern lítra af bensíni og 6,45 krónur á hvern lítra af dísilolíu. Hugmyndir starfshópsins eru að skatturinn verði lagður á allt jarðefnaeldsneyti að undanskildu eldsneyti á flugvélar og skip. Fjárhæð kolefnisskatts verði endurskoðuð reglulega og taki mið af ...
Í Fréttablaðinu í dag er í forsíðufrétt fjallað um að verkefnisstjórn rammaáætlunar skuli fjalla um vindorkuver, og aðra óhefðbundna orkukosti, þvert á álit Orkustofnunar. Innan við 30 virkjunarkostir sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórninni verða teknir til skoðunar.
Þar segir:
Þvert á það sem haldið hefur verið fram falla vindorkuver, og aðrir óhefðbundnir orkukostir undir lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun). Það ...